Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2025 10:00 Það var ýmislegt í gangi árið 1977 þegar KR féll úr efstu deild, í fyrsta og eina sinn. Miðað við gengi liðsins í sumar er næsta fall yfirvofandi. Samsett/Getty/Vísir Taugar Vesturbæinga ættu með réttu að vera þandar nú þegar mögulegt er að KR falli úr Bestu deildinni á sunnudaginn. Það hefur bara einu sinni gerst frá því byrjað var að spila fótbolta hér á landi árið 1912 og KR vann sinn fyrsta af 27 Íslandsmeistaratitlum. KR, sem hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur þegar það vann fyrsta titilinn, er sigursælasta knattspyrnufélag landsins. Vissulega eru sex ár liðin frá síðasta Íslandsmeistaratitli, og þeir hafa bara verið tveir á síðustu tveimur áratugum, en það heyrir engu að síður til stórtíðinda að fall skuli blasa við KR-ingum. KR er á botni Bestu deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir Aftureldingu og þremur á eftir Vestra. Þess vegna er það þannig að ef að KR tapar gegn ÍBV á sunnudaginn, á sama tíma og Afturelding og Vestri mætast, þá fellur KR niður í Lengjudeildina. KR-ingar verða hreinlega að vinna ÍBV (enn smávon með jafntefli ef Vestri vinnur ekki Aftureldingu) og svo Vestra í lokaumferðinni, til að eiga von um að halda sér uppi. Tæplega hálf öld er síðan að KR féll úr efstu deild, í fyrsta og eina skiptið hingað til. Það var árið 1977 og eins og sjá má á þessum mjög svo handahófskennda lista er langt um liðið: Hvað gerðist árið 1977? Gefin voru tvö stig fyrir sigur í leikjum á Íslandsmótinu og því lauk í ágúst. KR endaði með 10 stig úr 18 leikjum, í næstneðsta sæti, fjórum á eftir Fram og átján á eftir Íslandsmeisturum ÍA. Þórsarar féllu einnig. Ríkissjónvarpið var í fyrsta sinn með beina útsendingu í lit (þó ekki frá fótbolta). Atari leikjatölvan kom á markað. Kröflueldar voru í fullum gangi og urðu tvö eldgos þetta ár. Frakkar unnu Eurovision þar sem með Marie Myriam söng lagið L'Oiseau et l'Enfant. Kristján Eldjárn var forseti og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn íþróttamaður ársins, eftir að hafa orðið Evrópumeistari innanhúss í San Sebastian á Spáni, þar sem hann kastaði 21,09 metra. Elvis Presley gaf út sína síðustu plötu og lést svo mánuði síðar. Charlie Chaplin lést líka. Michel Platini, Kevin Keegan og Allan Simonsen þóttu bestu fótboltamenn heims en Pelé lagði skóna á hilluna. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, voru stofnuð á Íslandi. Fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd. Þegar KR féll hafði liðið þegar orðið Íslandsmeistari tuttugu sinnum en níu ár voru þá liðin frá síðasta titli. KR-ingar stöldruðu aðeins eitt ár við í næstefstu deild en þurftu að bíða fram til 1999 eftir næsta Íslandsmeistaratitli og leið því 31 ár á milli titla. Leikur KR og ÍBV á sunnudaginn er í beinni útsendingu klukkan 14 á Sýn Sport Ísland. Á sama tíma er leikur Aftureldingar og Vestra í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2. Besta deild karla KR Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
KR, sem hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur þegar það vann fyrsta titilinn, er sigursælasta knattspyrnufélag landsins. Vissulega eru sex ár liðin frá síðasta Íslandsmeistaratitli, og þeir hafa bara verið tveir á síðustu tveimur áratugum, en það heyrir engu að síður til stórtíðinda að fall skuli blasa við KR-ingum. KR er á botni Bestu deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir Aftureldingu og þremur á eftir Vestra. Þess vegna er það þannig að ef að KR tapar gegn ÍBV á sunnudaginn, á sama tíma og Afturelding og Vestri mætast, þá fellur KR niður í Lengjudeildina. KR-ingar verða hreinlega að vinna ÍBV (enn smávon með jafntefli ef Vestri vinnur ekki Aftureldingu) og svo Vestra í lokaumferðinni, til að eiga von um að halda sér uppi. Tæplega hálf öld er síðan að KR féll úr efstu deild, í fyrsta og eina skiptið hingað til. Það var árið 1977 og eins og sjá má á þessum mjög svo handahófskennda lista er langt um liðið: Hvað gerðist árið 1977? Gefin voru tvö stig fyrir sigur í leikjum á Íslandsmótinu og því lauk í ágúst. KR endaði með 10 stig úr 18 leikjum, í næstneðsta sæti, fjórum á eftir Fram og átján á eftir Íslandsmeisturum ÍA. Þórsarar féllu einnig. Ríkissjónvarpið var í fyrsta sinn með beina útsendingu í lit (þó ekki frá fótbolta). Atari leikjatölvan kom á markað. Kröflueldar voru í fullum gangi og urðu tvö eldgos þetta ár. Frakkar unnu Eurovision þar sem með Marie Myriam söng lagið L'Oiseau et l'Enfant. Kristján Eldjárn var forseti og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn íþróttamaður ársins, eftir að hafa orðið Evrópumeistari innanhúss í San Sebastian á Spáni, þar sem hann kastaði 21,09 metra. Elvis Presley gaf út sína síðustu plötu og lést svo mánuði síðar. Charlie Chaplin lést líka. Michel Platini, Kevin Keegan og Allan Simonsen þóttu bestu fótboltamenn heims en Pelé lagði skóna á hilluna. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, voru stofnuð á Íslandi. Fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd. Þegar KR féll hafði liðið þegar orðið Íslandsmeistari tuttugu sinnum en níu ár voru þá liðin frá síðasta titli. KR-ingar stöldruðu aðeins eitt ár við í næstefstu deild en þurftu að bíða fram til 1999 eftir næsta Íslandsmeistaratitli og leið því 31 ár á milli titla. Leikur KR og ÍBV á sunnudaginn er í beinni útsendingu klukkan 14 á Sýn Sport Ísland. Á sama tíma er leikur Aftureldingar og Vestra í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2.
Besta deild karla KR Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira