Handbolti

Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson kom að sex mörkum Ljónanna í kvöld.
Haukur Þrastarson kom að sex mörkum Ljónanna í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson og félegar í Rhein-Neckar Löwen fóru tómhentir heim frá Lemgo í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld.

Löwen tapaði með þriggja marka mun á móti Lemgo, 25-22, en Lemgo var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9. Ljónin lögðu aðeins stöðuna í lokin en misstu heimamenn alltof langt frá sér í seinni hálfleiknum.

Haukur var með þrjú mörk en hann klikkaði á fimm af átta skotum sínum í leiknum.

Haukur var einnig með fjórar stoðsendingar en hann var stoðsendingahæstur í deildinni fyrir umferðina með 42 stoðsendingar í átta leikjum eða 5,3 að meðaltali í leik. 

Haukur kom því með beinum hætti að sjö mörkum síns liðs í þessum leik í kvöld.

Jannik Kohlbacher var markahæstur hjá Löwen með sex mörk.

Tapið þýðir að Löwen er áfram í sjöunda sæti með tíu stig úr níu leikjum. Ljónin hafa nú leikið þrjá leiki í röð án þess að vinna í deildinni og aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Lemgo hefur nú fimmtán stig og hoppaði upp í annað sætið en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.

Hollendingurinn Niels Versteijnen fór á kostum hjá Lemgo og skoraði ellefu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×