Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar 15. október 2025 22:30 Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Þjáningin er að vísu þeirra hlutskipti en hverju skiptir það í lífsins ólgusjó því einhverjir verða að taka á sig byrðarnar sem af því hlýst að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi og búa auk þess við einokun íslenskra banka sem kætast yfir því að komast hjá að keppa við erlenda banka hér á landi. Þvílík gæfa fyrir eina þjóð við ysta haf! Þess vegna jaðrar það við grófan dónaskap þegar þessir góðu bankar hafa nú verið dæmdir fyrir að hafa í mörg ár haft ólöglega mikla fjármuni af viðskiptavinum sínum. Svo langt gengur þessi ósvinna að þeim er skylt að greiða eitthvað af þessum fúlgum til baka en sleppa að öðru leyti við refsingu enda myndi sjálfstæð þjóð ekki lifa af að sjá bankastjóra sína á bak við lás og slá eins og aðrir sakamenn þurfa að þola. Nú borga þeir bara eitthvað til baka úr digrum sjóðum bankanna en njóta sjálfir lífsins áfram sem aldrei fyrr. Þá ætti fullveldinu áreiðanlega að vera borgið og Ísland sannarlega áfram sjálfstæð þjóð! Samt sem áður eru við vitni að þeirri undarlegu staðreynd að nær öll stærri fyrirtæki í útflutningi láta sér ekki detta í hug nota íslensku krónuna í uppgjöri sínu. Hafa greinilega ekki skilning á töframætti hennar og þýðingu fyrir sjálfstæða þjóð. Þau geta aftur á móti nýtt sér lægri vexti til reksturs og frekari uppbyggingar og eru því í allt öðru rekstrarumhverfi. Þetta staðfestir forstjóri Alvotech í Morgunblaðinu (15.09.25) þegar hann segir: „Þetta samspil hentar okkur vel og hefur gert okkur kleift að lifa með krónunni.“ Enn fremur segir hann í þessari umfjöllun: „að Alvotech hafi komið sér þannig fyrir að íslenska krónan sé ekki hindrun í rekstrinum.“ Sem sagt: Með því að koma sér undan íslensku krónunni og láta aðra axla byrðar hennar sé hægt að stunda hér ágætis rekstur. Skrýtnast af öllu er þó þegar þessi ágæti maður leitar til fortíðarinnar og segir að hagsveiflur á Íslandi „ráðist af fiski, kvótum og afla á miðunum.“ Þetta var að vísu rétt en nú hafa fleiri öflugir og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir bæst í hópinn og því ástæðulaust að dvelja að þessu leyti við fortíðina. Sú ósvinna að skilja unga fólkið, meðalstór og minni fyrirtæki lokuð inni í krónuhagkerfinu og kenna þeim um dýrtíðina og refsa þeim einum fyrir er ekki bara óréttlátt heldur bókstaflega þjóðarskömm. Svo brosa menn bara eins og sá sem hér er vitnað til og segist ekki láta sér detta í hug að vera algjörlega kominn upp á íslensku krónuna og bankakerfi sem er í einokunaraðstöðu. Hrollvekjandi er þó sá skilningur hans að öðrum löndum hans sé það hlutskipti ekki of gott þó hann segist hafa skilning á högum þeirra. En hvar er unga fólkið sem starfar í stjórnmálaflokkunum? Ekki heyrist mikið frá því þó það sitji flest í þessari ólystugu súpu og kvarti sífellt undan hærri kostnaði við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þau þegja – já, steinþegja. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun