Viðskipti innlent

Ballið búið hjá Bankanum bistró

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bankinn bistró er hverfisstaður í Mosfellsbæ.
Bankinn bistró er hverfisstaður í Mosfellsbæ.

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Bankanum bistró, veitingastað og bar í Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé ekki léttvæg. 

„Eftir erfiða og lærdómsríka reynslu höfum við ákveðið að loka Bankanum Bistró næstkomandi sunnudag,“ segir í færslu frá Bankanum á samfélagsmiðlum.

Ákvörðunin sé ekki léttvæg, en stundum fái menn að kynnast erfiðum hliðum veitingareksturs.

„Við lærðum mikið af þessari reynslu – bæði af góðu fólki sem studdi okkur, og af þeim mistökum sem við lentum í.“

„Við viljum þakka öllum sem komu, borðuðu, hlógu og sýndu stuðning. Ný verkefni bíða, og við tökum með okkur reynslu og styrk úr þessu tímabili.“

„Takk fyrir okkur – og takk fyrir að standa með litlu rekstraraðilunum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×