Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 10:13 Philippe Aghion, einn þriggja Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði í ár. Vísir/EPA Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Joel Mokyr, bandarísk-ísraelskur hagfræðingur frá Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum, fær verðlaunin fyrir að hafa „bent á nauðsynleg skilyrði fyrir samfelldum hagvexti með tæknilegum framförum“, að því er segir í rökstuðningi sænsku vísindaakademíunnar. Þá fá Frakkinn Philippe Aghion og Kanadamaðurinn Peter Howitt verðlaunin sameiginlega fyrir kenningu sína um „viðvarandi vöxt með skapandi eyðileggingu“. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að síðustu tvær aldirnar séu fyrsta skiptið í sögunni sem mannkynið hafi upplifað samfelldan hagvöxt. Hann hafi lyft gríðarlegum fjölda fólks úr fátækt og lagt grundvöllinn að hagsæld. Verðlaunahafarnir í ár hafi með rannsóknum sínum útskýrt hvernig nýsköpun sé drefkrafturinn að frekari framförum. Mokyr er sagður hafa notað sagnfræðilegar heimildir til þess að sýna hvernig stöðugur hagvöxtur varð að veruleika. Hann hafi meðal annars sýnt frá á nauðsyn vísindalegrar þekkingar fyrir áframhaldandi nýsköpun og mikilvægi þess að samfélagið væri opið fyrir nýjum hugmyndum og breytingum. Aghion og Howitt hafi skoðað gangverk hagvaxtarins, meðal annars með tölfræðilíkani um það sem þeir kölluðu skapandi eyðileggingu árið 1992. Sú hugmynd gengur út á að nýsköpun fylgi einnig eyðilegging þegar nýjar og betri vörur koma á markað og fyrirtæki sem selja eldri vörur verða undir. Verðlaunahafarnir hafi hver á sinn hátt sýnt hvernig skapandi eyðilegging skapi átök sem halda þurfi í skefjum á uppbyggilegan hátt. Að öðrum kosti geti fyrirtæki og hagsmunaaðilar sem telja hag sínum ógnað stöðvað nýsköpun. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Nýsköpun Efnahagsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Joel Mokyr, bandarísk-ísraelskur hagfræðingur frá Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum, fær verðlaunin fyrir að hafa „bent á nauðsynleg skilyrði fyrir samfelldum hagvexti með tæknilegum framförum“, að því er segir í rökstuðningi sænsku vísindaakademíunnar. Þá fá Frakkinn Philippe Aghion og Kanadamaðurinn Peter Howitt verðlaunin sameiginlega fyrir kenningu sína um „viðvarandi vöxt með skapandi eyðileggingu“. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að síðustu tvær aldirnar séu fyrsta skiptið í sögunni sem mannkynið hafi upplifað samfelldan hagvöxt. Hann hafi lyft gríðarlegum fjölda fólks úr fátækt og lagt grundvöllinn að hagsæld. Verðlaunahafarnir í ár hafi með rannsóknum sínum útskýrt hvernig nýsköpun sé drefkrafturinn að frekari framförum. Mokyr er sagður hafa notað sagnfræðilegar heimildir til þess að sýna hvernig stöðugur hagvöxtur varð að veruleika. Hann hafi meðal annars sýnt frá á nauðsyn vísindalegrar þekkingar fyrir áframhaldandi nýsköpun og mikilvægi þess að samfélagið væri opið fyrir nýjum hugmyndum og breytingum. Aghion og Howitt hafi skoðað gangverk hagvaxtarins, meðal annars með tölfræðilíkani um það sem þeir kölluðu skapandi eyðileggingu árið 1992. Sú hugmynd gengur út á að nýsköpun fylgi einnig eyðilegging þegar nýjar og betri vörur koma á markað og fyrirtæki sem selja eldri vörur verða undir. Verðlaunahafarnir hafi hver á sinn hátt sýnt hvernig skapandi eyðilegging skapi átök sem halda þurfi í skefjum á uppbyggilegan hátt. Að öðrum kosti geti fyrirtæki og hagsmunaaðilar sem telja hag sínum ógnað stöðvað nýsköpun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Nýsköpun Efnahagsmál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira