Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:03 Anna Margrét Grétarsdóttir lætur ummælin ekki á sig fá. Facebook Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira