Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar 10. október 2025 18:01 Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hinn sterki getur á auðveldan hátt unnið hér um bil öll dómsmál gegn sér fjárhagslega veikari aðila með því að fara eftir lögum frá hinu háttvirta Alþingi. Flestir telja að dómsmál gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti þess getur hins vegar gengið út á að aðili málsins sé með sífelld mótmæli og kröfur, sérstaklega ef hann er með veikari málstað. Næstum allur rekstur dómsmáls getur farið í það. Þetta gerist í raun þannig að fjárhagslega sterkari aðili málsins nýtir sér ákveðnar lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil og þvælist af ásetningi fyrir framgangi málsins. Lagasetningar Alþingis hinum sterka í vil felast í fjölda smáatriða og einnig í heilu lagabálkunum. Til dæmis get ég ekki betur séð en að málskostnaðartrygging og löggeymsla séu beinlínis lögleiddar til þess að hinn sterki geti reynt að koma í veg fyrir framgang dómsmáls hjá einstaklingum úr röðum almennings. Hann getur þegar í upphafi máls krafist tryggingar á greiðslu málskostnaðar, vinni hann málið, og gert þá gjaldþrota á ódýran hátt setji þeir ekki tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar sé dómi áfrýjað (löggeymsla). Að þvælast af ásetningi fyrir framgangi málsins felst í því að hinn sterki geri það einfaldlega umfangsmeira og dýrara og gerir hinum aðilanum rekstur þess eins erfiðan og mögulegt er. Þetta gerir málið auðvitað einnig dýrara fyrir hann sjálfan en tiltölulega miklu dýrara fyrir hinn veikari fjárhagslega. Hann á minna fé að sækja í. Þetta á sérstaklega við þegar mikill munur er á því hve langt er upp í þá upphæð sem hvor aðilinn fyrir sig hefur efni á að setja í rekstur málsins. Uppskriftin við að tefja mál og gera þau umfangsmeiri eru einkum eftirfarandi: Í fyrsta lagi að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lögin og framkvæmd þeirra gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Sé hann með veikari málstað getur flækjan bætt þá stöðu. Meira að segja er líklegt að hún geri það. Í öðru lagi að byggja á tilfærslu raunverulegra málavaxta eða á ósannindum um þá sem furðu oft ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn þó hann sé studdur sönnunum.Hvorutveggja kallar á einhvers konar viðbrögð hins aðilans sem einmitt geta gefið tilefni til deilna sem geta tafið málið úr hófi og gert það enn dýrara. Sá sem vill tefja mál og þenja það út getur sjálfur verið með hugmyndir um hvernig hann kemur fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Hann getur einnig notað aðferð sem má að mörgu leyti líkja við veiðar. Hann kastar fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna, krafna og ásakana í þeirri von (eða vissu) að hinn aðilinn eða dómarinn „bíti á agnið“ og komi með viðbrögð sem gefi tilefni til tafa í málinu og væntanlega um leið kostnaðar. Hann getur einnig mótmælt öllu sem þú leggur til málanna sama hvað það er. Ekki er víst að meira þurfi til en kröfur eða mótmæli sem eru þess eðlis að þú hljótir að bregðast við. Samkvæmt minni reynslu hefur það engin áhrif á dómarann, dóm hans eða gang málsins yfirleitt hvort bragðið heppnast eða ekki. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá allan tímann að tefja málið og auka þannig umstang og kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Hér ríkir nefnilega réttlæti hins sterka. Rekstur dómsmáls er meðal annars af þessu orsökum afar dýr þar sem kostnaðurinn er illfyrirsjáanlegur. Lögin eru þannig að um meiri háttar áhættu er að ræða sem í minnsta lagi snýst um milljónir króna, upphæðir sem skiptir aðra en sterkefnað fólk miklu máli. Þarna finnst mér vera aðal hvatningin í lögunum um dómskerfið og framkvæmd þeirra, það er að lögmenn hafi mikið upp úr sér. Lögin frá Alþingi eru bara þannig. Hvar í heiminum annars staðar en í dómskerfinu er þremur ætlað að stjórna verkefni þar sem allir þrír ráða ferðinni hver fyrir sig nema helst dómarinn sem aðeins virðist grípa inn í eftir að í óumdeilt óefni er komið. Viljir þú taka áhættu í lífinu sem að minnsta kosti hleypur á milljóna króna, er ein leið að fara í dómsmál.Ég sé ekki betur en að löggjöf Alþingis verði svona áfram þangað til einhver aðili fær það hlutverk að gæta hagsmuna almennings á Alþingi. Mér virðist í fljótu bragði umboðsmaður Alþingis passa í hlutverkið. Reynslan sýnir að einstakir Alþingismenn gera það alls ekki. Það kallar sjálft til fjölda aðila til þess að gæta hagsmuna hinna ríku og stórfyrirtækja. Ég get ekki betur séð en að svona verði þetta þangað til einn aðili fær í hendur ábyrgðina á því að dómsmál gangi vel og örugglega og eins hnökralaust og verða má. Ég sé engan annan en dómarann til þess að taka það að sér. Alþingis er að sjá um lagasetninguna þar að lútandi. Aðalatriðið er samt sem áður að fólk hætti að óbreyttu að sjá dómstóla í því ljósi að þeir séu óháðar, réttsýnar og réttlátar stofnanir þegar einstaklingur úr hópi almennings á í hlut gegn sér þjóðfélagslega sterkari aðila. Sé ofangreindum aðferðum beitt til hins ýtrasta á einstaklingur úr röðum almennings ekki bara litla möguleika gegn sér fjársterkari aðila. Hann á nánast enga möguleika. Þannig eru bara lögin frá Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun