Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar 9. október 2025 12:02 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Grindavík Brim Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar