Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 16:34 Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að fjölskyldan, sem samanstendur meðal annars af nokkurra vikna gömlum tvíburum, standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í Króatíu. Aðsend Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira