Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2025 12:02 Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu á HM í janúar. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson segir að þeir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, hafi verið sammála um að hann þyrfti á breytingu að halda á ferlinum. Selfyssingurinn vonast til að Íslendingar taki stórt, en erfitt, skref á næsta stórmóti. Eftir heimsmeistaramótið í janúar sagði Snorri að Haukur þyrfti að komast í sterkari deild til að taka næsta skref á ferlinum. „Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. Haukur svaraði kallinu og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi frá Dinamo Búkarest sem er yfirburðalið í Rúmeníu í sumar. Hann hefur látið að sér kveða með nýja liðinu og hefur gefið flestar stoðsendingar allra í þýsku úrvalsdeildinni. Haukur segist hafa verið í sambandi við Snorra þótt landsliðsþjálfarinn hafi ekki haft úrslitaáhrif á hver áfangastaður Selfyssingsins varð. En þeir hafi verið á sömu bylgjulengd hvað næsta skref á ferli Hauks varðaði. „Auðvitað hef ég rætt það við hann innan landsliðsins og það var alltaf á hreinu að við værum á sömu blaðsíðunni með það. Eins og ég hef rætt áður held ég að við höfum verið sammála um ákveðna hluti, hvað væri gott fyrir mig að gera og mikilvægt fyrir mig. En það var alls engin pressa,“ sagði Haukur. Það styttist í janúar og þar með í næsta stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu. Haukur segir að leikmenn þess vilji gera sig gildandi á EM 2026 og taka næsta skref. Síðan á EM 2014 hefur Ísland aðeins einu sinni verið á meðal sex efstu liða á stórmóti. „Við höfum verið stutt frá því og átt eftir að taka þetta næsta skref sem er kannski erfiðasti hjallinn. Ég held að allir séu sammála um að gera betur og ná betri árangri en við höfum náð á síðustu mótum,“ sagði Haukur. Að hans mati er innistæða fyrir bjartsýni á gott gengi á EM. Haukur er yngsti markaskorari í sögu íslenska landsliðsins.vísir/vilhelm „Við teljum okkur vera með gott lið og allt til að gera góða hluti. Það að taka þetta næsta skref er það sem við eigum eftir. Það er auðvelt að segja það en við höfum allir trú á því,“ sagði Selfyssingurinn að lokum. Evrópumótið 2026 fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ísland er í F-riðli mótsins ásamt Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu. Riðillinn verður leikinn í Kristianstad í Svíþjóð. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Eftir heimsmeistaramótið í janúar sagði Snorri að Haukur þyrfti að komast í sterkari deild til að taka næsta skref á ferlinum. „Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. Haukur svaraði kallinu og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi frá Dinamo Búkarest sem er yfirburðalið í Rúmeníu í sumar. Hann hefur látið að sér kveða með nýja liðinu og hefur gefið flestar stoðsendingar allra í þýsku úrvalsdeildinni. Haukur segist hafa verið í sambandi við Snorra þótt landsliðsþjálfarinn hafi ekki haft úrslitaáhrif á hver áfangastaður Selfyssingsins varð. En þeir hafi verið á sömu bylgjulengd hvað næsta skref á ferli Hauks varðaði. „Auðvitað hef ég rætt það við hann innan landsliðsins og það var alltaf á hreinu að við værum á sömu blaðsíðunni með það. Eins og ég hef rætt áður held ég að við höfum verið sammála um ákveðna hluti, hvað væri gott fyrir mig að gera og mikilvægt fyrir mig. En það var alls engin pressa,“ sagði Haukur. Það styttist í janúar og þar með í næsta stórmót hjá íslenska karlalandsliðinu. Haukur segir að leikmenn þess vilji gera sig gildandi á EM 2026 og taka næsta skref. Síðan á EM 2014 hefur Ísland aðeins einu sinni verið á meðal sex efstu liða á stórmóti. „Við höfum verið stutt frá því og átt eftir að taka þetta næsta skref sem er kannski erfiðasti hjallinn. Ég held að allir séu sammála um að gera betur og ná betri árangri en við höfum náð á síðustu mótum,“ sagði Haukur. Að hans mati er innistæða fyrir bjartsýni á gott gengi á EM. Haukur er yngsti markaskorari í sögu íslenska landsliðsins.vísir/vilhelm „Við teljum okkur vera með gott lið og allt til að gera góða hluti. Það að taka þetta næsta skref er það sem við eigum eftir. Það er auðvelt að segja það en við höfum allir trú á því,“ sagði Selfyssingurinn að lokum. Evrópumótið 2026 fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ísland er í F-riðli mótsins ásamt Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu. Riðillinn verður leikinn í Kristianstad í Svíþjóð.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira