Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 11:31 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara hætta þótt hann sé kominn yfir fertugt. Getty Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“ HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“
HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira