Jesús who? Atli Þórðarson skrifar 8. október 2025 10:30 Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun