Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 19:13 Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að breytingarnar sem snúa að mjólkurframleiðslu í drögum að nýjum búvörulögum hafi komið bændum í opna skjöldu. Vísir/lýður Mjólkurframleiðslu landsins er kollvarpað í drögum að breyttum búvörulögum að mati framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Fyrirhugaðar breytingar séu bændum mikið reiðarslag og réttast sé að drögin í heild sinni verði dregin til baka. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“ Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það hafa komið bændum í opna skjöldu að einnig stæði til að vinda ofan af undanþáguákvæði í mjólkuriðnaði. Í drögunum segir að Samkeppniseftirlitið hafi gagnrýnt að mjólkuriðnaður væri undanskilinn samkeppnislögum og að fyrirkomulagið hefði leitt til þess að íslenskur mjólkuriðnaður hefði mörg einkenni samráðshrings og valdið samþjöppun. Margrét segir að hún hafi heyrt fyrst af þessum þætti málsins í grein á Vísi. „Þetta var sem reiðarslag. Það er þungt hljóð í bændum vegna þessa. Þarna er verið að kollvarpa yfir 20 ára gömlu kerfi sem skilar ábata bæði fyrir bændur og neytendur í formi tveggja til þriggja milljarða króna á ári.“ Atvinnuvegaráðherra segir ekki verið að kollvarpa neinu. „Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Margrét vill vita hvort ríkisstjórninni hafi vitað af áformunum fyrir birtingu þingmálaskrár. „Ég spyr vissi ríkisstjórn Kristrúnar frostadóttur af því að það ætti að kollvarpa kerfinu og fyrirkomulaginu eins og það er í dag í mjólkuriðnaðinum og í mjólkurframleiðslu hér á landi og hvernig það eigi að skila kúabændum ábata og hvað þá neytendum. Ég ætla bara að skilja þetta eftir þar.“ Margrét bendir á að á Íslandi séu 450 kúabú. Yfir 90% þeirra séu aðilar að Bændasamtökunum. „Að segja að það sé verið að vinna í þágu bænda án þess að tala við bændur það gengur ekki upp. Þar hefur ekkert innra samráð átt sér stað og nú er þetta strax komið í ytra samráð eins og fyrir almenningi.“ En þið ætlið að skila inn umsögn? „Við munum sannarlega senda inn umsögn og erum líka í samtali við ráðuneytið. Best væri ef þessi drög í heild sinni væru dregin til baka.“
Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. 7. október 2025 12:07