Innlent

Lög­regla lýsir eftir Aylin

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan hefur lýst eftir Aylin.
Lögreglan hefur lýst eftir Aylin. Lögregla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinni 15 ára gömlu Aylin Marcela Pardo Jaramillo. Ekki er vitað um klæðaburð hennar að öðru leyti en því að hún gæti verið í svartri úlpu.

Aylin, sem er grannvaxin og 168 sm á hæð, er með dökk augu og svart sítt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Kópavogi síðdegis á laugardag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Aylin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Lögregla vekur athygli í færslu sinni á 193. grein hegningarlaga þar sem segir að hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðila valdi eða umsjá yfir barni eða stuðlar að því að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, geti sætt refsiábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×