Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 09:59 Það er ákall um að vernda Möggu Stínu og frelsisflotann sem nú er á leið til Gasa til að reyna að rjúfa herkví Ísraela og flytja þangað hjálpargögn. Vísir/Anton Brink Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira