Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 20:52 Helga Vala Helgadóttir lögmaður sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Vísir/Bjarni Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala. Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala.
Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira