Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2025 19:45 Andrea var mögnuð í dag. Sven Hoppe/Getty Images Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01