Fótbolti

Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter

Árni Jóhannsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í æfingabúðum Inter í sumar.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir í æfingabúðum Inter í sumar. Vísir / Getty

Ítalska úrvalsdeildin, Serie A, í kvennafótbolta hóf göngu sína í dag. Inter lagði Ternana á heimavelli næst örugglega 5-0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í rammanum og hélt hreinu.

Inter komst yfir strax á 10. mínútu þegar Martina Tomaselli skoraði á 10. mínútu leiksins. Það syrti svo í álinn fyrir Ternana 25 mínútum síðar þegar fyrirliði liðsins, Eleonora Pacioni fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða. Inter bætti við einu marki fyrir hálfleik þegar Haley Bugeja skoraði á 44. mínútu.

Tvö mörk lit dagsins ljós áður en korter var liðið af seinni hálfleik þegar Masa Tomaseciv skoraði á 51. mínútu og Tessa Wullaert bætti við einu marki á 58. mínútu. Það var svo í blálokin sem Nikee Van Dijk skoraði fimmta mark leiksins.

Cecilíar Rán hafði ekki mikið að gera en þurfti að verja þrisvar sinnum, greip inn í það sem þurfti að grípa inn í  og hélt hreinu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Inter í dag en engar fréttir hafa borist af því hvers vegna svo er.

Inter er því á toppi deildarinnar eftir fyrsta leik en Roma vann sinn leik gegn Parma 4-0. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×