Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. október 2025 07:33 Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókun 35 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun