Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 19:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem sitja í þjóðaröryggisráði. Vísir/Ívar Fannar Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð. Drónar sáust á sveimi við herstöð í Belgíu og nokkur þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar þegar flugvellinum í Munchen var lokað í gærkvöldi vegna drónaumferðar. Um er að ræða enn önnur nýleg dæmi um mögulegar fjölþáttaárásir í Evrópu. „Ég skal ekki gera þetta aftur“ Vart hefur verið við óvelkomna drónaumferð í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja í NATO, netárásir sem lamað hafa flugvallastarfsemi, og jafnvel rússneskar herþotur í eistneskri lofthelgi. Listinn er ekki tæmandi. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið hafnað ábyrgð í þeim málum sem enn eru óupplýst. Pútín hæddist hins vegar að áhyggjum Vesturlanda þegar hann var spurður í gær, með kaldhæðnum undirtón, af hverju hann væri að senda alla þessa dróna til Danmerkur. „Ég skal ekki gera þetta,“ sagði Pútín glettinn og gaf í skyn að dónarnir myndu ekki einu sinni drífa til Danmerkur, Frakklands, Lissabon eða hver svo sem áfangastaðurinn ætti að vera. Dönsk stjórnvöld hafa enn ekkert sagt berum orðum um mögulegan sökudólg vegna drónaumferðar í landinu, enda málin enn í rannsókn. Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins og varnarmálaráðherra landsins kynntu hins vegar nýtt ógnarmat fyrir Danmörku í sem er nokkuð afdráttarlaust: Rússar heyi fjölþáttastríð gegn Danmörku og Vesturlöndum. Staðan alvarleg en vill „fræða en ekki hræða“ Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til reglubundins fundar í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem fjölþáttaógnir voru meðal annars í brennidepli. „Þær munu bara aukast í ljósi ógnar Rússa. Fjölþáttaógnir munu bara aukast og verða meiri á næstunni að mínu mati, það er mín spá miðað við þau gögn sem að maður hefur. Þannig að við Íslendingar við vorum byrjuð að undirbúa okkur í sumar fyrir þessar árásir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Þorgerður Katrín segir ýmislegt eiga að gera til að efna varnir landsins gegn fjölþáttaógnum. Sú vinna sé þegar hafin.Vísir/Ívar Fannar Í síðustu viku hafi verið samþykkt ákveðið skref í ríkisstjórn sem meðal annars snýr að því að bæta ákveðna tegund af búnaði gegn drónum. „En þetta er fræðsla en ekki hræðsla heldur sem við þurfum að koma af stað hér í samfélaginu. Mér finnst gott að finna það að almenningur er að verða meðvitaður um að við þurfum að huga að þessu öryggi og þessum vörnum.“ Eru þessar fjölþáttaógnir að raungerast á Íslandi? „Ekki endilega og alla veganna ekki enn. En við þurfum að vera viðbúin og það er það sem að við höfum undirstrikað í ríkisstjórninni, að við viljum vera viðbúin, og þess vegna erum við að leggja áherslu á varnar- og öryggisstefnu. Það má segja að við höfum verið ágæti í því að vera með öngulinn úti og flotholtið og veiða einn og einn fisk, en nú þurfum við að henda út neti. Og það þýðir að við þurfum að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbúnaðargetu,“ svarar Þorgerður. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Danmörk Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Drónar sáust á sveimi við herstöð í Belgíu og nokkur þúsund farþegar komust ekki leiðar sinnar þegar flugvellinum í Munchen var lokað í gærkvöldi vegna drónaumferðar. Um er að ræða enn önnur nýleg dæmi um mögulegar fjölþáttaárásir í Evrópu. „Ég skal ekki gera þetta aftur“ Vart hefur verið við óvelkomna drónaumferð í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja í NATO, netárásir sem lamað hafa flugvallastarfsemi, og jafnvel rússneskar herþotur í eistneskri lofthelgi. Listinn er ekki tæmandi. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið hafnað ábyrgð í þeim málum sem enn eru óupplýst. Pútín hæddist hins vegar að áhyggjum Vesturlanda þegar hann var spurður í gær, með kaldhæðnum undirtón, af hverju hann væri að senda alla þessa dróna til Danmerkur. „Ég skal ekki gera þetta,“ sagði Pútín glettinn og gaf í skyn að dónarnir myndu ekki einu sinni drífa til Danmerkur, Frakklands, Lissabon eða hver svo sem áfangastaðurinn ætti að vera. Dönsk stjórnvöld hafa enn ekkert sagt berum orðum um mögulegan sökudólg vegna drónaumferðar í landinu, enda málin enn í rannsókn. Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins og varnarmálaráðherra landsins kynntu hins vegar nýtt ógnarmat fyrir Danmörku í sem er nokkuð afdráttarlaust: Rússar heyi fjölþáttastríð gegn Danmörku og Vesturlöndum. Staðan alvarleg en vill „fræða en ekki hræða“ Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til reglubundins fundar í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem fjölþáttaógnir voru meðal annars í brennidepli. „Þær munu bara aukast í ljósi ógnar Rússa. Fjölþáttaógnir munu bara aukast og verða meiri á næstunni að mínu mati, það er mín spá miðað við þau gögn sem að maður hefur. Þannig að við Íslendingar við vorum byrjuð að undirbúa okkur í sumar fyrir þessar árásir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Þorgerður Katrín segir ýmislegt eiga að gera til að efna varnir landsins gegn fjölþáttaógnum. Sú vinna sé þegar hafin.Vísir/Ívar Fannar Í síðustu viku hafi verið samþykkt ákveðið skref í ríkisstjórn sem meðal annars snýr að því að bæta ákveðna tegund af búnaði gegn drónum. „En þetta er fræðsla en ekki hræðsla heldur sem við þurfum að koma af stað hér í samfélaginu. Mér finnst gott að finna það að almenningur er að verða meðvitaður um að við þurfum að huga að þessu öryggi og þessum vörnum.“ Eru þessar fjölþáttaógnir að raungerast á Íslandi? „Ekki endilega og alla veganna ekki enn. En við þurfum að vera viðbúin og það er það sem að við höfum undirstrikað í ríkisstjórninni, að við viljum vera viðbúin, og þess vegna erum við að leggja áherslu á varnar- og öryggisstefnu. Það má segja að við höfum verið ágæti í því að vera með öngulinn úti og flotholtið og veiða einn og einn fisk, en nú þurfum við að henda út neti. Og það þýðir að við þurfum að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbúnaðargetu,“ svarar Þorgerður.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Danmörk Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent