Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2025 14:37 Framkvæmdir hafa staðið yfir í lengri tíma við Brákarborg eftir að í ljós kom að þak á skólanum var vanhannað. Stefnt var á að leikskólastarf hæfist í skólanum í október. Vísir/Anton Brink Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent