Fótbolti

Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hákon Arnar í leik með Lille.
Hákon Arnar í leik með Lille. Vísir/Getty

Leikur Roma og Lille í Evrópudeildinni í gær var heldur betur dramatískur. Okkar maður tryggði sigurinn en leiksins verður örugglega minnst fyrir vítaspyrnufíaskó en Berke Ozer markvöður Lille varði þrjár vítaspyrnur í röð.

Lille komst yfir strax á sjöttu mínútu leiksins þegar Kostas Tsimikas tapaði boltanu á slæmum stað sem varð til þess að Hákon Arnar Haraldsson komst í góða stöðu og skoraði. Roma gerði hvað það gat til þess að jafna metin en Lille hélt út og vann leikinn 0-1.

Vítafíaskóið byrjaði í lok leiksins en Róm fékk vítaspyrnu á 80. mínútu en hana þurfti þó að framkvæma þrisvar sinnum. Berke Ozer varði spyrnuna tvisvar sinnum en var í þau skipti dæmdur fyrir að fara af línunni og því fengu heimamenn þriðju tilraunina sem Ozer varði einnig en þá var komið fram á 85. mínútu. Það stóðst skoðun og Lille sigldi stigunum heim.

Lille situr í sjöunda sæti Evrópudeildarinnar en Roma í því 16. eftir tvær umferðir.

Klippa: Ótrúleg dramatík í Róm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×