Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 20:23 Trump fyrirskipaði árásir á báta úti á Karíbahafi þar sem 17 manns létust. Nú vill hann meina að Bandaríkn eigi í vopnuðum átökum við meintu eiturlyfjasmyglarana sem hann segir hafa verið þar um borð. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira