Fótbolti

Sæ­var Atli neitar að fara úr marka­skónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skot og mark.
Skot og mark. EPA/Paul S. Amundsen

Þá með sanni segja að Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon kunni vel við sig í Bergen í Noregi. Leiknismaðurinn fyrrverandi skoraði eina markið þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 1-0 sigur á FC Utrecht í Evrópudeildinni.

Sævar Atli hefur verið iðinn við kolann og skoraði eina mark Brann þegar það tapaði fyrir Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille í 1. umferð. Sævar Atli hefur greinilega ekki farið úr markaskónum eftir þann leik og skoraði sigurmark kvöldsins eftir undirbúning Felix Myhre á 41. mínútu. Var þetta fimmta mark hans í Evrópu á leiktíðinni í aðeins sjö leikjum. 

Markaskorarinn var svo tekinn af velli á 63. mínútu líkt og Eggert Aron Guðmundsson sem var einnig í byrjunarliði Brann. Á sama tíma var Kolbeinn Birgir Finnsson, fyrrverandi samherji Sævars Atla hjá Lyngby í Danmörku, ekki í leikmannahóp Utrecht. Brann núna með þrjú stig að loknum tveimur leikjum í Evrópudeildinni.

Í öðrum leikjum kom Daníel Tristan Guðjohnsen inn af bekknum í 3-0 tapi Malmö gegn Plzen frá Tékklandi. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Malmö. Sögu sömu er að segja af Sverri Inga Ingasyni, miðverði gríska liðsins Panathinaikos, í leik sem tapaðist 1-2 gegn Go Ahead Eagles frá Hollandi.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði þá sigurmark Lille gegn Roma í Rómarborg. Markvörður Lille tók þó fyrirsagnirnar með því að verja þrjár vítaspyrnur í leiknum. Meira um það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×