Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 18:01 Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar