Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 17:48 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum. Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum.
Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira