Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 23:43 Margrét Hrefna Pétursdóttir Facebook Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco. Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco.
Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira