Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 22:32 Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir það hafa komið sér á óvart að slitnaði upp úr viðræðunum. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira