Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 15:23 Jón Guðmundsson tók sér hlé frá dómgæslu fyrir nokkrum árum til að sinna þjálfun. Hann stýrði meðal annars Keflavík í efstu deild. vísir/bára Í færslu á Facebook svarar Jón Guðmundsson ummælum Rögnvaldar Hreiðarssonar, fyrrverandi dómara og fyrrverandi nefndarmanns í dómaranefnd KKÍ. Jón segist aldrei hafa neitað því að dæma í öðrum deildum en þeim efstu og segist ekki hafa skynjað áhuga hjá dómaranefnd að nýta krafta hans. Styr hefur staðið um dómaranefnd KKÍ eftir að alþjóðadómarinn Davíð Tómas Tómasson greindi frá því að hann væri hættur að dæma vegna ósættis við dómaranefndina. Tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir, sem dæmdu ungir í efstu deild, hafa einnig lýst því hvernig þeir heltust úr dómaralestinni. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Jón fór einnig yfir samskipti sín við dómaranefnd þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Honum fannst ekki mikil til svara dómaranefndar á þeim tíma koma og fannst hann koma að lokuðum dyrum þar. „Ég fékk ekki nein bein svör. Ég kom inn með mikla reynslu og gott orð en mér var sagt að það væru aðrir á þeim stað sem ég var að reyna að komast á. Það var allt og sumt,“ sagði Jón í samtali við Vísi. Rögnvaldur tók til varna fyrir dómaranefndina í pistli á Facebook. Hann sagði að tvíburarnir hefðu ekki gert fyrirvara um forföll þegar dómurum var raðað niður á leiki og þá hafi þeir átt í deilum við að minnsta kosti einn dómara um tilhugun aksturs í leiki. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann vera frábæran dómara og sterkan karakter. Hann segir jafnframt að Jón hafi ekki viljað dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu. Jón segir þetta af og frá í pistli á Facebook. Hann hafi alltaf dæmt þá leiki sem honum hafi verið úthlutaðir og aldrei litið svo stórt á sig að hann myndi ekki dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu eða yngri flokkum. Þegar Jón hafi dæmt þá leiki sem honum voru úthlutaðir í neðri deildum og yngri flokkum, eftir að hann sneri aftur, hafi hann haft samband við dómaranefnd þar sem hann hafi ekkert heyrt frá henni í nokkrar vikur. Jón spurði hvort ekki væri hægt að nýta krafta hans í efstu deildum en honum var tjáð aðrir dómarar væru framar í goggunarröðinni og að hans tími myndi koma. Ekki væri spurning um hvort heldur hvenær. Pistill Jóns Guðmundssonar. Ekkert varð hins vegar af endurkomu Jóns en hann segir að það hafi alfarið verið hans ákvörðun að hætta að dæma. Hann hafi ekki skynjað mikinn áhuga né vilja hjá dómaranefnd að fá hann aftur í dómgæslu, þrátt fyrir orð um annað. Í niðurlagi pistilsins segir Jón: Niðurstaðan er sú að lok ferils míns voru alfarið mín eigin ákvörðun. Sú ástæða lá að baki að mér virtist sem dómaranefndin, sem sagðist hafa fagnað endurkomu minni, hefði hvorki mikinn áhuga né vilja til að styðja mig við að komast aftur á þann vettvang sem ég taldi (og tel enn) mig eiga erindi á. KKÍ tjáði sig um gagnrýnina á störf dómaranefndar í síðustu viku en sagðist ekki vilja, eða vera heimilt að, tjá sig um málefni einstaklinga eins og Davíðs. Þau séu viðkvæm og þeim þyki miður að ekki hafi tekist að leysa úr ágreiningnum. Davíð var valinn dómari ársins á lokahófi KKÍ 2023 og Jón fékk þá viðurkenningu 2012. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Styr hefur staðið um dómaranefnd KKÍ eftir að alþjóðadómarinn Davíð Tómas Tómasson greindi frá því að hann væri hættur að dæma vegna ósættis við dómaranefndina. Tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir, sem dæmdu ungir í efstu deild, hafa einnig lýst því hvernig þeir heltust úr dómaralestinni. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Jón fór einnig yfir samskipti sín við dómaranefnd þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Honum fannst ekki mikil til svara dómaranefndar á þeim tíma koma og fannst hann koma að lokuðum dyrum þar. „Ég fékk ekki nein bein svör. Ég kom inn með mikla reynslu og gott orð en mér var sagt að það væru aðrir á þeim stað sem ég var að reyna að komast á. Það var allt og sumt,“ sagði Jón í samtali við Vísi. Rögnvaldur tók til varna fyrir dómaranefndina í pistli á Facebook. Hann sagði að tvíburarnir hefðu ekki gert fyrirvara um forföll þegar dómurum var raðað niður á leiki og þá hafi þeir átt í deilum við að minnsta kosti einn dómara um tilhugun aksturs í leiki. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann vera frábæran dómara og sterkan karakter. Hann segir jafnframt að Jón hafi ekki viljað dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu. Jón segir þetta af og frá í pistli á Facebook. Hann hafi alltaf dæmt þá leiki sem honum hafi verið úthlutaðir og aldrei litið svo stórt á sig að hann myndi ekki dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu eða yngri flokkum. Þegar Jón hafi dæmt þá leiki sem honum voru úthlutaðir í neðri deildum og yngri flokkum, eftir að hann sneri aftur, hafi hann haft samband við dómaranefnd þar sem hann hafi ekkert heyrt frá henni í nokkrar vikur. Jón spurði hvort ekki væri hægt að nýta krafta hans í efstu deildum en honum var tjáð aðrir dómarar væru framar í goggunarröðinni og að hans tími myndi koma. Ekki væri spurning um hvort heldur hvenær. Pistill Jóns Guðmundssonar. Ekkert varð hins vegar af endurkomu Jóns en hann segir að það hafi alfarið verið hans ákvörðun að hætta að dæma. Hann hafi ekki skynjað mikinn áhuga né vilja hjá dómaranefnd að fá hann aftur í dómgæslu, þrátt fyrir orð um annað. Í niðurlagi pistilsins segir Jón: Niðurstaðan er sú að lok ferils míns voru alfarið mín eigin ákvörðun. Sú ástæða lá að baki að mér virtist sem dómaranefndin, sem sagðist hafa fagnað endurkomu minni, hefði hvorki mikinn áhuga né vilja til að styðja mig við að komast aftur á þann vettvang sem ég taldi (og tel enn) mig eiga erindi á. KKÍ tjáði sig um gagnrýnina á störf dómaranefndar í síðustu viku en sagðist ekki vilja, eða vera heimilt að, tjá sig um málefni einstaklinga eins og Davíðs. Þau séu viðkvæm og þeim þyki miður að ekki hafi tekist að leysa úr ágreiningnum. Davíð var valinn dómari ársins á lokahófi KKÍ 2023 og Jón fékk þá viðurkenningu 2012.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00