Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 13:46 Darri Aronsson ræddi endurkomu sína við Stefán Árna Pálsson. Sýn Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri. Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri.
Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira