Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 13:46 Darri Aronsson ræddi endurkomu sína við Stefán Árna Pálsson. Sýn Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri. Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri.
Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira