Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 13:46 Darri Aronsson ræddi endurkomu sína við Stefán Árna Pálsson. Sýn Eftir þriggja ára fjarveru frá handboltavellinum er Darri Aronsson loksins aftur kominn út á gólfið. Undanfarin ár hafa reynt gríðarlega á andlegu hliðina hjá þessum öfluga handboltamanni. Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri. Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Darri sneri aftur inn á parketið í sigri Hauka á Fram í Olís deild karla í síðustu viku. Hann samdi við franska liðið Ivry árið 2022 og gerði þá þriggja ára samning. Hann spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Darri hafði spilað allan sinn feril með Haukum áður en hann tók skrefið yfir til Frakklands. Hann er núna 25 ára gamall og er kominn aftur heim í Hauka. Frábær tilfinning „Það er virkilega gaman að komast loksins inn á völlinn aftur eftir svo mikla vinnu sem maður hefur lagt á sig síðustu þrjú ár. Þetta var því frábær tilfinning,“ sagði Darri í samtali við Stefán Árna Pálsson. En var þetta ekki tilfinningaþrungin stund fyrir Darra? „Hún var það. Hún var mjög tilfinningaþrungin. Ég náði samt að undirbúa mig vel fyrir leikinn og ég reyndi að hugsa um þennan leik eins og hvern annan en það var svolítið erfitt,“ sagði Darri. Það er ekkert grín að vera í þrjú ár í burtu vegna meiðsla. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og mjög langt ferli sem hefur tekið mikið á. Ég er mjög heppinn með mína nánustu og þeir hafa staðið mjög fast við bakið á mér. Það hefur hjálpað rosalega mikið,“ sagði Darri. Mikill fiðringur í maganum Hvernig er það að koma inn í alvöru leik eftir að hafa ekki spilað handbolta í svona langan tíma? „Það er svolítið skrýtið enda mjög langt síðan ég spilaði síðast. Það var mikill fiðringur í maganum fyrir leikinn og svo gleymist það þegar maður er kominn inn á parketið. Þá fer maður bara að hugsa um handbolta,“ sagði Darri. „Þetta tekur sinn tíma og svo sjáum við bara hvernig líkaminn bregst við þessu. Smátt og smátt að auka við og vonandi verða ekki fleiri hnökrar. Við sjáum bara til hvernig það fer,“ sagði Darri. Þolinmæðin mikilvæg Þolinmæðin verður honum mikilvæg í þessu. „Hún er rosalega mikilvæg,“ sagði Darri en hvað geta Haukarnir gert á þessu tímabili? Getur Haukaliðið keppt um alla titla? „Já ég held það. Það er mikill metnaður í félaginu eins og alltaf. Við munum berjast um alla titla,“ sagði Darri.
Olís-deild karla Handbolti Haukar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira