Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 14:33 Ólafur Kristjánsson er einn reyndasti þjálfari landsins. vísir/sigurjón Fótboltaþjálfarinn Ólafur Kristjánsson færir sig um set í Laugardalnum eftir tímabilið. Hann hættir sem þjálfari kvennaliðs Þróttar og tekur við starfi aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins. Ólafur segir að það hafi verið erfitt að ákveða að hætta hjá Þrótti en starfið hjá KSÍ hafi verið of heillandi til að hafna því. „Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Þetta er spennandi. Ég er núna búinn að vera með Þróttaraliðið í tvö ár, skemmtilegur tími en alls ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun og kveðja Þrótt og stelpurnar. En fyrir mig persónulega og verkefnið sem er framundan er þetta áskorun sem mér fannst ég ekki geta sagt nei við á þessum tíma,“ sagði Ólafur. Auk þess að aðstoða Þorstein Halldórsson með kvennalandsliðið mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna auk þess að sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ. „Sá hluti kveikti ekkert síður í mér, að koma inn og leiða eða vera með að setja meiri strúktúr í yngri landslið kvenna,“ sagði Ólafur. Dýpkað þekkinguna Hann hafði aldrei þjálfað í kvennaboltanum áður en hann tók starfið hjá Þrótti að sér fyrir tveimur árum. Hann segist ekki séð þessar vendingar á þjálfaraferlinum fyrir sér. „Nei, ég hefði ekkert hugsað það. Enginn veit sína ævina og allt það. Þetta er bara forvitni í mér. Eins og ég sagði á sínum tíma þegar ég tók við Þróttaraliðinu hef ég haft skoðun á fótbolta hjá stelpum, þjálfuninni, umgjörðinni og hvernig við nálgumst það,“ sagði Ólafur. „Það er mjög auðvelt að hafa skoðun en til að skoðun sé byggð á einhverju meira en því sem ég sé utan frá fannst mér alveg spennandi að henda mér út í það verkefni að þjálfa stelpur. Fyrir mig hefur þetta dýpkað mig og mína þekkingu á leiknum. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem ég hafði byggt á einhverju sem ég sá utan frá en hef fengið betri og skarpari mynd af.“ Þróttararnir hans Ólafs unnu 3-2 sigur á Blikum í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær. Þróttur hefur unnð fjóra leiki í röð og er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig eftir tuttugu leiki. Viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49 Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Það er allt mögulegt“ Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti. 30. september 2025 20:49
Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið. 28. september 2025 12:29