Lífið

Hnetukjúklingurinn hennar Höllu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Halla er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.
Halla er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.

Halla María Sveindsdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskift að Hnetukjúkling með pikkluðum rauðlauk og rauðkálssalati, sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Hjá Höllu hefur verið rekinn í Grindavík frá árinu 2016 og áherslan lögð á heimilislegan og hollan mat. Um leið hefur verið reynt að svara kalli viðskiptavinarins. Halla fór í útrás árið 2018 og opnaði Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli sem notið hefur mikilla vinsælda.


Hnetukjúklingur- uppskrift fyrir fjóra

Hráefni:

  • Einn bakki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 4 msk ólífuolía
  • Karrý eftir smekk
  • Sjávarsalt

Blandið saman og marinerið á meðan restin af réttinum er undirbúin.

Hnestusósa

Hrærið saman:

  • 4 stk hvítlauksgeirar saxaðir
  • 5 cm saxað engifer
  • 1/2 dós kókosmjólk
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk sesamolía
  • 1 góð matskeið hnetusmjör
  • 1/2 msk sriracha sósa
  • 1 msk hrísgrjónaedik
  • 1 msk púðursykur

Hrærið saman.

Aðferð:

  1. Kjúklingurinn er léttsteiktur á pönnu eða grilli.
  2. Settur í eldfast mót og sósan fer yfir.
  3. Raspið lime börk ofan á og setjið í ofn á 180 gráður í 20 mín.
  4. Toppað með kóríander, vorlauk og chili.

Pikklaður rauðlaukur:

Sjóðið saman 1 dl af ediki, 1 dl af vatni og 1 dl af hrásykri og hellið yfir 4 stk. af sneiddum rauðlauk.

Rauðkálssalat:

Sneiðið í fína strimla 1/2 haus rauðkál, setjið lime safa yfir, smá sjávarsalt, kóríander( ef þið elskið) og 1-2 msk af ólífuolíu.

Mælt er með því að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum, pikkluðum rauðlauk og rauðkálssalati.

Rætt var við Höllu í Íslandi í dag árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.