Körfubolti

Ragnar frá Þor­láks­höfn í Grinda­vík

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Örn Bragason hefur leikið með Þór Þorlákshöfn síðustu ár en er nú farinn til Grindavíkur.
Ragnar Örn Bragason hefur leikið með Þór Þorlákshöfn síðustu ár en er nú farinn til Grindavíkur. VÍSIR/BÁRA

Nú þegar tveir dagar eru í að nýtt tímabil hefjist í Bónus-deild karla í körfubolta hafa Grindvíkingar greint frá komu Ragnars Arnar Bragasonar sem kemur til félagsins frá Þór Þorlákshöfn.

Ragnar, sem er þrítugur, er uppalinn hjá ÍR og hefur einnig leikið með Keflavík en lengst af síns ferils með Þor í Þorlákshöfn. Þar varð hann Íslandsmeistari fyrir rúmum fjórum árum.

Í tilkynningu frá Grindvíkingum segir að Ragnar, sem reynslubolti og hávaxinn framherji sem leyst geti ýmsar stöður á vellinum, muni án vafa nýtast liðinu vel í vetur.

Ragnar skoraði að meðaltali 2,1 stig í deildarleikjum á síðustu leiktíð, tók 1,9 frákast og gaf 0,9 stoðsendingar, á rúmum 16 mínútum sem hann spilaði að meðaltali.

Grindvaík byrjar leiktíðina á að fá Njarðvík í heimsókn á föstudagskvöld, í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×