Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2025 11:58 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldþrot Play koma til með að hafa áhrif. Vísir/Arnar Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira