Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar 30. september 2025 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju konur, sem ættu að vera sterkustu bandamenn hver annarrar, snúa stundum baki í þegar mest á reynir. Af hverju konur velja oftar en ekki að standa með karlmönnum, jafnvel þegar karlinn er sá sem heldur valdinu og brýtur á annarri konu. Ég hef séð þetta aftur og aftur, í fjölskyldunni, í starfi, í vinahópum, og upplifað það á eigin skinni. Það særir alltaf jafn mikið, en um leið hefur það kennt mér að greina mynstur sem er miklu dýpra en einstaklingarnir sem framkvæma það. Þegar ég las viðtal við Ane Cortzen um hennar nýju bók Lille Ane siger farvel – Portræt af generationen der blev væk, þá small margt hjá mér. Hún talar um hvernig konur úr Gen X kynslóðinni, sem ég tilheyri sjálf, lærðu að þóknast öðrum, að passa aðra, og leita samþykkis hjá öðrum. Við urðum að vera duglegar mæður, kynþokkafullar eiginkonur og metnaðarfullar starfskonur, allt í senn. Við áttum ekki að kvarta, ekki að berjast, heldur sætta okkur við óréttlætið og gaslýsinguna, hlæja með og halda öllum góðum. En þetta hefur sitt verð: skortur á samstöðu, og endalausar leiðir til að stinga hvor aðra í bakið. Ræturnar í fjölskyldunni Ég upplifði þetta mjög snemma. Í fjölskyldunni minni var ákveðin samskiptamenning sem ég í dag myndi kalla vanvirk. Ein af mínum stærstu fyrirmyndum var það sem mætti kalla „bully“, og það var eins konar gæðastimpill í fjölskyldunni að geta strítt og svarað fyrir sig. Sá sem var beittastur í orðum fékk virðingu og hlátur annarra. Þetta varð eins og keppni: hver gæti komið með næsta kaldhæðna skotið ? Þetta var ekki kallað einelti þá, þetta var bara „grín“. En þegar ég lít til baka í dag sé ég að það var ekkert saklaust. Það var kerfi sem kenndi okkur að hláturinn væri verðlaun, að særandi hegðun væri vald, og að þolandanum var haldið útundan og “targettaður”. Ég lærði snemma að vera á verði, og mér var hent út og inn í hópinn eftir geðþótta annarra í fjölskyldunni, oftast skipanir um útilokun frá þeim sem áttu að styðja mig og vernda og, án þess að skilja af hverju. Þetta er fyrsta minningin mín um bakstungur kvenna: konur sem áttu að vera mínar nánustu gerðu mig að skotmarki. Ane Cortzen orðaði þetta svona: „Við höfum ekki verið samstilltar hver við aðra. Við höfum fremur viljað vera ‘ein af strákunum’.“ Þegar ég las það var eins og ég sæi mynstrið í eigin fjölskyldu svart á hvítu. Flugfreyjulífið, samstaða í skjóli myrkurs Égvann í 11 ár sem flugfreyja. Ég var vel liðin, yfirleitt róleg og hélt mér oft til baka. En eitt gat ég ekki látið kyrrt liggja: óréttlæti, og lítilsvirðing gagnvart okkur flugfreyjum og starfsmönnum í engum valdastöðum. Þegar yfirmenn eða flugmenn komu illa fram við okkur, þá sagði ég það upphátt. Kollegarnir mínir sögðust styðja mig, komu í hléum til mín, deildu reiði sinni og frásögnum um framkomu flugstjóra og stjórnenda. Þær hvöttu mig áfram, sögðu að ég talaði fyrir þær allar. En þegar við stóðum saman á fundum Flugfreyjufélagsins, þar sem Icelandair-freyjurnar réðu ríkjum og skilaboðin voru skýr um að innanlandsfreyjur ættu ekki að fá sömu laun eða réttindi, þá þögðu þær. Þær sem höfðu hvatt mig í bakherbergjum snéru við mér baki opinberlega. Ég stóð eftir ein. Það endaði með því að mér var sagt upp. Þær konur sem höfðu sagt mér að ég væri fyrimynd fyrir að tala upphátt, hættu að tala við mig. Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Þetta var ein beittasta reynslan mín af því að konur forðuðust samstöðu, ekki vegna þess að þær væru vondar manneskjur, heldur vegna þess að valdakerfið var sterkara en trúnaðurinn. Þær völdu að falla inn í klíkuna fremur en að standa með mér og sýna samstöðu. Ane Cortzen sagði: „Kynslóð mín hefur fyrst og fremst reynt að sigla í gegnum landslagið, en aldrei reynt að breyta því.“ Ég sá það í verki: konur sem kusu að vera „öruggar“, en slepptu tækifærinu til að gera breytingar. Konur sem óttast aðrar konur Ég hef líka séð þetta á persónulegri nótum. Stundum hafa konur fjarlægt sig eða jafnvel lokað á mig, ekki vegna þess að ég gerði þeim eitthvað, heldur vegna þess að karlar í kringum okkur kunnu vel við mig. Þær lásu í það sem ógn, jafnvel þótt engin rómantísk spenna væri í spilunum. Það var nóg að þeir sýndu mér hlýju eða virðingu. Þær tóku það sem ógn gegn eigin stöðu og svöruðu með útilokun eða baktali. Þetta er nákvæmlega það sem dóttir Ane Cortzen kallaði „pick me girl“: kona sem tekur fjarlægð frá öðrum konum til að ná samþykki karla. Ane sagði: „Það hefur legið djúpt í kynslóð minni að við eigum að fjarlægja okkur frá öðrum konum, því það finnst körlunum gott.“ Þegar ég las þetta hugsaði ég: Já, þetta er það sem ég hef séð alla tíð. Valdapíramídar og heilagir reitir Þetta hegðunarmynstur, að hópa sig saman, loka á aðra, velja karla fram yfir konur, smitar inn í allar stöður. Á vinnumarkaði sjáum við hvernig konur sem hafa náð völdum mynda sinn eigin „heilaga reit“. Þar eru fáir boðnir velkomnir inn, nema auðvitað þær sem tilheyra sama klassa, sama snobbi, sömu forréttindum. Þær vernda stöðu sína með því að útiloka aðrar, sérstaklega þær sem ekki tilheyra þeirra elítu enn sem gætu skarað fram úr vegna heiðarleika, dugnaðar eða nýrrar sýnar. Þetta er ekki bara vinnustaðavandi. Þetta smitar líka inn í fjölskyldur og vinahópa. Þær konur sem hafa lært að niðurlægja aðrar til að hljóta hlátur eða samþykki taka mynstrið með sér inn í önnur tengsl. Þannig viðhelst valdapíramídinn, kynslóð eftir kynslóð. Gen X og ofurkonu-syndrómið Ég er hluti af Gen X kynslóðin sem Cortzen kallar „kynslóð kvenna sem hvarf“. Við ólumst upp með skilaboðin: „Þið eigið að geta allt.“ Við áttum að vera sjálfstæðar, aldrei fjárhagslega háðar körlum, kynþokkafullar og um leið hagsýnar mæður. Við áttum að kunna að baka bollar, vinna fulla vinnu, halda líkamanum í formi og vera alltaf „til í að redda öllu“. Ég hef sjálf borið þetta ofurkonu-syndróm: að halda öllum góðum, redda öllum, og setja eigin þarfir aftast. Það gerir mann að „traustum bakhjarli“ en líka berskjaldaðan. Því þegar þú stendur loks upp og segir: „Nei, þetta er óréttlátt“, þá er það eins og þú sért að svíkja gullna kerfið, kerfið sem þú neitar að leyfa að nota þig og vanvirða mörkin þín. Þá er auðvelt að snúa baki við þér. Þegar ég horfi í kringum mig í dag sé ég mynstrin endurtaka sig. Þau hafa breyst í formi, en ekki í eðli. Í stjórnmálum, á vinnumarkaði, jafnvel í kvennahópum, sjáum við enn að samstöðuleysi veikir okkur. Við erum fljótari að rífa hver aðra niður en að standa saman gegn óréttlæti. En ég sé líka von. Ane Cortzen orðaði það svo: „Við erum að verða tilbúnar til að gera upp við sífellt þóknunarhlutverk okkar.“ Þetta er lykilatriði: að við viðurkennum mynstrin og lærum að segja þau upphátt. Uppreisnarseggurinn “Ég” Mín eigin uppreisn er: að tala um reynsluna mína. Að setja orð á það sem ég áður fann aðeins sem gremju, reiði og sorg. Að greina mynstrið í fjölskyldu minni, í flugfreyjulífinu, í vinatengslum. Að viðurkenna að ég sjálf hef líka borið með mér þögnina, pleaser-hlutverkið, ofurkonu-syndrómið. Ég vil ekki lengur að konur þegi og brosi. Ég vil ekki lengur vera hluti af samstöðuleysi sem styrkir vald annarra. Ég vil tala, þó að það kosti óþægindi. Ég vil læra að umgangast ákveðnar manngerðir án þess að bera skaða af. Ég vil vera hluti af nýju systrafélagi, ekki af gamla valdakerfinu. Ég er af kynslóð Gen X – kynslóðin sem átti að geta allt, en missti samstöðuna á leiðinni. Ég hef séð hvernig konur stinga hver aðra í bakið, í fjölskyldu, á vinnustöðum og í einkalífi. Ég hef fundið það á eigin skinni. En ég hef líka lært að setja orð á það, og að þora að greina mynstrin. Ef við viljum að næstu kynslóðir kvenna sleppi við að skaða hvor aðra verðum við að byrja hér: með því að segja hlutina upphátt, með því að horfast í augu við okkar eigin hlutverk í ósamstöðunni, og með því að velja meðvitað að styðja hver aðra í stað þess að keppa um hlátur eða samþykki. Ég vil sjá konur í forréttindastöðum með vald taka það hlutverk að lyfta öðrum konum upp (ekki konurnar í þeirra eigin kredsu). Að þær noti stöðu sína til að bjóða inn þær sem standa veikara fyrir, konur sem hafa ekki haft sömu tækifæri, sem hafa verið mótaðar af uppvexti þar sem stuðning vantaði eða jafnvel beittar ofbeldi og niðurbroti. Konur sem hafa misst jafnvægi og ganga í gegnum eriðleika, konur í neyslu, konur sem hafa lært að harka af sér sársauka. Þessar konur þurfa ekki frekari útilokun. Þær þurfa útrétta hendi og faðm, einhvern sem réttir þeim sprotann og segi: „Þú átt líka að vera hér.“ Það er sú samstaða sem getur umbreytt mynstrinu. Það er sú samstaða sem getur brotið niður gamla valdapíramídann og skapað eitthvað nýtt. Það verður óþægilegt. En eins og Ane Cortzen sagði: „Við þurfum ekki að standa lengur einar hver í sinni eigin uppreisn, Verum að minnsta kosti saman í þessu.“ Viðtalið við Ane Cortzen Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju konur, sem ættu að vera sterkustu bandamenn hver annarrar, snúa stundum baki í þegar mest á reynir. Af hverju konur velja oftar en ekki að standa með karlmönnum, jafnvel þegar karlinn er sá sem heldur valdinu og brýtur á annarri konu. Ég hef séð þetta aftur og aftur, í fjölskyldunni, í starfi, í vinahópum, og upplifað það á eigin skinni. Það særir alltaf jafn mikið, en um leið hefur það kennt mér að greina mynstur sem er miklu dýpra en einstaklingarnir sem framkvæma það. Þegar ég las viðtal við Ane Cortzen um hennar nýju bók Lille Ane siger farvel – Portræt af generationen der blev væk, þá small margt hjá mér. Hún talar um hvernig konur úr Gen X kynslóðinni, sem ég tilheyri sjálf, lærðu að þóknast öðrum, að passa aðra, og leita samþykkis hjá öðrum. Við urðum að vera duglegar mæður, kynþokkafullar eiginkonur og metnaðarfullar starfskonur, allt í senn. Við áttum ekki að kvarta, ekki að berjast, heldur sætta okkur við óréttlætið og gaslýsinguna, hlæja með og halda öllum góðum. En þetta hefur sitt verð: skortur á samstöðu, og endalausar leiðir til að stinga hvor aðra í bakið. Ræturnar í fjölskyldunni Ég upplifði þetta mjög snemma. Í fjölskyldunni minni var ákveðin samskiptamenning sem ég í dag myndi kalla vanvirk. Ein af mínum stærstu fyrirmyndum var það sem mætti kalla „bully“, og það var eins konar gæðastimpill í fjölskyldunni að geta strítt og svarað fyrir sig. Sá sem var beittastur í orðum fékk virðingu og hlátur annarra. Þetta varð eins og keppni: hver gæti komið með næsta kaldhæðna skotið ? Þetta var ekki kallað einelti þá, þetta var bara „grín“. En þegar ég lít til baka í dag sé ég að það var ekkert saklaust. Það var kerfi sem kenndi okkur að hláturinn væri verðlaun, að særandi hegðun væri vald, og að þolandanum var haldið útundan og “targettaður”. Ég lærði snemma að vera á verði, og mér var hent út og inn í hópinn eftir geðþótta annarra í fjölskyldunni, oftast skipanir um útilokun frá þeim sem áttu að styðja mig og vernda og, án þess að skilja af hverju. Þetta er fyrsta minningin mín um bakstungur kvenna: konur sem áttu að vera mínar nánustu gerðu mig að skotmarki. Ane Cortzen orðaði þetta svona: „Við höfum ekki verið samstilltar hver við aðra. Við höfum fremur viljað vera ‘ein af strákunum’.“ Þegar ég las það var eins og ég sæi mynstrið í eigin fjölskyldu svart á hvítu. Flugfreyjulífið, samstaða í skjóli myrkurs Égvann í 11 ár sem flugfreyja. Ég var vel liðin, yfirleitt róleg og hélt mér oft til baka. En eitt gat ég ekki látið kyrrt liggja: óréttlæti, og lítilsvirðing gagnvart okkur flugfreyjum og starfsmönnum í engum valdastöðum. Þegar yfirmenn eða flugmenn komu illa fram við okkur, þá sagði ég það upphátt. Kollegarnir mínir sögðust styðja mig, komu í hléum til mín, deildu reiði sinni og frásögnum um framkomu flugstjóra og stjórnenda. Þær hvöttu mig áfram, sögðu að ég talaði fyrir þær allar. En þegar við stóðum saman á fundum Flugfreyjufélagsins, þar sem Icelandair-freyjurnar réðu ríkjum og skilaboðin voru skýr um að innanlandsfreyjur ættu ekki að fá sömu laun eða réttindi, þá þögðu þær. Þær sem höfðu hvatt mig í bakherbergjum snéru við mér baki opinberlega. Ég stóð eftir ein. Það endaði með því að mér var sagt upp. Þær konur sem höfðu sagt mér að ég væri fyrimynd fyrir að tala upphátt, hættu að tala við mig. Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Þetta var ein beittasta reynslan mín af því að konur forðuðust samstöðu, ekki vegna þess að þær væru vondar manneskjur, heldur vegna þess að valdakerfið var sterkara en trúnaðurinn. Þær völdu að falla inn í klíkuna fremur en að standa með mér og sýna samstöðu. Ane Cortzen sagði: „Kynslóð mín hefur fyrst og fremst reynt að sigla í gegnum landslagið, en aldrei reynt að breyta því.“ Ég sá það í verki: konur sem kusu að vera „öruggar“, en slepptu tækifærinu til að gera breytingar. Konur sem óttast aðrar konur Ég hef líka séð þetta á persónulegri nótum. Stundum hafa konur fjarlægt sig eða jafnvel lokað á mig, ekki vegna þess að ég gerði þeim eitthvað, heldur vegna þess að karlar í kringum okkur kunnu vel við mig. Þær lásu í það sem ógn, jafnvel þótt engin rómantísk spenna væri í spilunum. Það var nóg að þeir sýndu mér hlýju eða virðingu. Þær tóku það sem ógn gegn eigin stöðu og svöruðu með útilokun eða baktali. Þetta er nákvæmlega það sem dóttir Ane Cortzen kallaði „pick me girl“: kona sem tekur fjarlægð frá öðrum konum til að ná samþykki karla. Ane sagði: „Það hefur legið djúpt í kynslóð minni að við eigum að fjarlægja okkur frá öðrum konum, því það finnst körlunum gott.“ Þegar ég las þetta hugsaði ég: Já, þetta er það sem ég hef séð alla tíð. Valdapíramídar og heilagir reitir Þetta hegðunarmynstur, að hópa sig saman, loka á aðra, velja karla fram yfir konur, smitar inn í allar stöður. Á vinnumarkaði sjáum við hvernig konur sem hafa náð völdum mynda sinn eigin „heilaga reit“. Þar eru fáir boðnir velkomnir inn, nema auðvitað þær sem tilheyra sama klassa, sama snobbi, sömu forréttindum. Þær vernda stöðu sína með því að útiloka aðrar, sérstaklega þær sem ekki tilheyra þeirra elítu enn sem gætu skarað fram úr vegna heiðarleika, dugnaðar eða nýrrar sýnar. Þetta er ekki bara vinnustaðavandi. Þetta smitar líka inn í fjölskyldur og vinahópa. Þær konur sem hafa lært að niðurlægja aðrar til að hljóta hlátur eða samþykki taka mynstrið með sér inn í önnur tengsl. Þannig viðhelst valdapíramídinn, kynslóð eftir kynslóð. Gen X og ofurkonu-syndrómið Ég er hluti af Gen X kynslóðin sem Cortzen kallar „kynslóð kvenna sem hvarf“. Við ólumst upp með skilaboðin: „Þið eigið að geta allt.“ Við áttum að vera sjálfstæðar, aldrei fjárhagslega háðar körlum, kynþokkafullar og um leið hagsýnar mæður. Við áttum að kunna að baka bollar, vinna fulla vinnu, halda líkamanum í formi og vera alltaf „til í að redda öllu“. Ég hef sjálf borið þetta ofurkonu-syndróm: að halda öllum góðum, redda öllum, og setja eigin þarfir aftast. Það gerir mann að „traustum bakhjarli“ en líka berskjaldaðan. Því þegar þú stendur loks upp og segir: „Nei, þetta er óréttlátt“, þá er það eins og þú sért að svíkja gullna kerfið, kerfið sem þú neitar að leyfa að nota þig og vanvirða mörkin þín. Þá er auðvelt að snúa baki við þér. Þegar ég horfi í kringum mig í dag sé ég mynstrin endurtaka sig. Þau hafa breyst í formi, en ekki í eðli. Í stjórnmálum, á vinnumarkaði, jafnvel í kvennahópum, sjáum við enn að samstöðuleysi veikir okkur. Við erum fljótari að rífa hver aðra niður en að standa saman gegn óréttlæti. En ég sé líka von. Ane Cortzen orðaði það svo: „Við erum að verða tilbúnar til að gera upp við sífellt þóknunarhlutverk okkar.“ Þetta er lykilatriði: að við viðurkennum mynstrin og lærum að segja þau upphátt. Uppreisnarseggurinn “Ég” Mín eigin uppreisn er: að tala um reynsluna mína. Að setja orð á það sem ég áður fann aðeins sem gremju, reiði og sorg. Að greina mynstrið í fjölskyldu minni, í flugfreyjulífinu, í vinatengslum. Að viðurkenna að ég sjálf hef líka borið með mér þögnina, pleaser-hlutverkið, ofurkonu-syndrómið. Ég vil ekki lengur að konur þegi og brosi. Ég vil ekki lengur vera hluti af samstöðuleysi sem styrkir vald annarra. Ég vil tala, þó að það kosti óþægindi. Ég vil læra að umgangast ákveðnar manngerðir án þess að bera skaða af. Ég vil vera hluti af nýju systrafélagi, ekki af gamla valdakerfinu. Ég er af kynslóð Gen X – kynslóðin sem átti að geta allt, en missti samstöðuna á leiðinni. Ég hef séð hvernig konur stinga hver aðra í bakið, í fjölskyldu, á vinnustöðum og í einkalífi. Ég hef fundið það á eigin skinni. En ég hef líka lært að setja orð á það, og að þora að greina mynstrin. Ef við viljum að næstu kynslóðir kvenna sleppi við að skaða hvor aðra verðum við að byrja hér: með því að segja hlutina upphátt, með því að horfast í augu við okkar eigin hlutverk í ósamstöðunni, og með því að velja meðvitað að styðja hver aðra í stað þess að keppa um hlátur eða samþykki. Ég vil sjá konur í forréttindastöðum með vald taka það hlutverk að lyfta öðrum konum upp (ekki konurnar í þeirra eigin kredsu). Að þær noti stöðu sína til að bjóða inn þær sem standa veikara fyrir, konur sem hafa ekki haft sömu tækifæri, sem hafa verið mótaðar af uppvexti þar sem stuðning vantaði eða jafnvel beittar ofbeldi og niðurbroti. Konur sem hafa misst jafnvægi og ganga í gegnum eriðleika, konur í neyslu, konur sem hafa lært að harka af sér sársauka. Þessar konur þurfa ekki frekari útilokun. Þær þurfa útrétta hendi og faðm, einhvern sem réttir þeim sprotann og segi: „Þú átt líka að vera hér.“ Það er sú samstaða sem getur umbreytt mynstrinu. Það er sú samstaða sem getur brotið niður gamla valdapíramídann og skapað eitthvað nýtt. Það verður óþægilegt. En eins og Ane Cortzen sagði: „Við þurfum ekki að standa lengur einar hver í sinni eigin uppreisn, Verum að minnsta kosti saman í þessu.“ Viðtalið við Ane Cortzen Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar