Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 30. september 2025 07:00 Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun