Lífið

Ís­lensk kjöt­súpa eins og hún gerist best

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Klassísk kjötsúpa slær alltaf í gegn.
Klassísk kjötsúpa slær alltaf í gegn.

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Döðlur og smjör, deilir hér uppskrift að íslenskri kjötsúpu sem yljar bæði líkama og sál. 

Súpan er einföld en krefst smá undirbúnings, og gott er að leyfa henni að malla í rólegan tíma svo bragðið komi sem best fram. Uppskriftin hér að neðan er frekar stór og tilvalin til að bjóða góðum gestum eða geyma fyrir vikuna – hún verður oft enn betri daginn eftir.

Klassísk íslensk kjötsúpa

Hráefni:

  • 2,5 kg súpukjöt
  • 4 l. vatn
  • 1 stór rófa
  • 6 gulrætur
  • 10 kartöflur
  • 1½ dl hrísgrjón
  • 2-3 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 tsk steinselja (má sleppa),
  • Toro kjötsúpupakki

Aðferð:

  1. Setjið kjótið í stóran pott ásamt vatni. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitann og látið sjóða í um 30 mínútur.
  2. Á meðan er gott að skera niður grænmetið. Mér finnst best að skera það gróft, en þó þannig að bitarnir séu í hæfilegum munnbita.
  3. Takið kjötið upp úr pottinum og bætið grænmetinu út í soðið. Skerið kjötið frá beinunum og mesta fituna, og setjið það aftur út í pottinn.
  4. Bætið út í einum pakka af Toro kjötsúpu, hrísgrjónum, salti, pipar og saxaðri steinselju.
  5. Látið súpuna krauma í 30 mínútur eða lengur. Þá er gott að smakka súpuna til.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.