„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 19:49 „Lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum,“ segir Baldvin Már, lögmaður brasilískrs ferðamanns sem var vísað frá landi af „fremur furðulegum ástæðum.“ Samsett mynd Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi. Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi.
Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira