„Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 19:27 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði. vísir/vilhelm/aðsend Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira