Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 09:11 James Comey, þáverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, þegar hann ræddi við þingnefnd árið 2017. Ákæran varðar framburð hans hjá slíkri nefnd árið 2020. AP/Carolyn Kaster James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50