Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir myndlistarmanninum Ella Egilssyni. Samsett Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. „Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“ Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“
Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira