Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2025 13:56 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira
Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00