Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 11:50 Þingstörf vesthanhafs virðast í algjörum lamasessi og fátt getur komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins í næstu viku. AP/J. Scott Applewhite Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira