Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 11:50 Þingstörf vesthanhafs virðast í algjörum lamasessi og fátt getur komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins í næstu viku. AP/J. Scott Applewhite Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira