Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2025 08:01 Rússnesk skip leggja reglulega við höfn í Færeyjum. Sum þeirra eru grunuð um að vera partur af skuggaflota Rússa, sem er áhyggjuefni þar sem hægt er að skjóta árásardrónum á loft frá stórum skipum. „Ég var um borð í vél á leiðinni frá Færeyjum til Kaupmannahafnar þetta kvöld. Allt var kyrrt og hljótt, nema rétt áður en við áttum að lenda kemur tilkynning frá flugmanninum um að við getum ekki lent vegna dróna yfir flugvellinum.“ Þetta segir Sjúrður Skaale, fulltrúi færeyska Javnaðarflokksins á danska þinginu, í samtali við fréttastofu. Kvöldið umrædda er þriðjudagskvöld, þegar Kastrup-flugvelli var lokað í um fjóra tíma, vegna dróna sem sveimuðu yfir vellinum og létu sig svo hverfa, jafn skjótt og hljóðlega og þeir komu. Vél Sjúrðar var beint til Stavanger í Noregi, þaðan sem ætlunin var að fljúga henni til Álaborgar, en rétt fyrir lendingu þar komu önnur skilaboð; búið var að opna aftur á Kastrup. Þess ber að geta að viðtalið var tekið á miðvikudag, nokkrum klukkustundum áður en drónar sáust við flugvöllinn í Álaborg. Áhyggjufullir og uggandi yfir ráðaleysinu Enn er fátt á hreinu um uppruna drónanna en Sjúrður segir augljóst að fólki sé brugðið. Sjálfur þekkir hann einstakling sem varð vitni að því þegar dróni flaug í átt að Kastrup en stærð hans hafi verið slík að viðkomandi hafi í fyrstu talið að þarna væri um að ræða flugvél í miklu lágflugi. „Þeir flugu afar lágt og enginn veit hvert þeir fóru,“ segir Sjúrður. „Engin veit neitt. Allir eru bara hissa og já, svolítið uggandi að það sé raunverulega mögulegt að fljúga svona stórum drónum inn á völlinn.“ Sjúrður segir það ekki hjálpa að önnur atvik hafi átt sér stað í Osló og Malmö. „Allir gruna Rússa,“ segir þingmaðurinn. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hún geti ekki útilokað að þetta hafi verið Rússar. Þannig að fólk hefur áhyggjur af því, já.“ Yfirvöld hafi biðlað til almennings um myndir og myndskeið af drónunum koma og fara. Aðspurður játar Sjúrður því að atvikin hafi varpað ljósið á ráðaleysi yfirvalda og varnarleysi fólk gagnvart drónunum. „Ég held að margir hafi talið að þeir væru betur varðir en þetta og að kerfin sem væru til staðar væru betri en þau virðast vera; ef þeir geta komið og farið og enginn veit hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru.ׅ Þetta er áhyggjuefni,“ segir hann. „En þetta er nokkuð sem Úkraínumenn hafa búið við síðustu ár,“ bætir hann við. „Það er gerður fjöldi drónaárása á dag í Úkraínu og það er erfitt að vernda fólk gegn svona blönduðum hernaði. Það eru öryggiskerfi til staðar en svo kemur þetta til sögunnar og kerfið er ekki sniðið til að bregðast við því.“ Sjúrður bendir á að Úkraínumenn hafi sjálfir notast við blandaðan hernað með góðum árangri. Til að mynda þegar þeir sendu dróna á loft innan Rússlands sem gjöreyðilögðu rússneskar herþotur. „Það er líka til marks um þessa nýju tegund hernaðar, þar sem þú verð aðeins litlum fjármunu en tekst með útsjónarsemi og góðum upplýsingum að valda skemmdum á rándýrum hernaðartækjum.“ Njósnabúnaður fundist í skipum sem voru að koma frá Færeyjum Sjúrður var staddur hér á landi í síðustu viku með öðrum fulltrúum Javnaðarflokksins og ræddi meðal annars við nemendur Baldurs Þórhallssonar prófessors í áfanga um Smáríkjafræði. Þar var þingmaðurinn meðal annars spurður um rússnesk skip í færeyskum höfnum og var ekki laust við að hann yrði svolítið skömmustulegur á svipinn. Sjúrður ræddi sjálfstæðisumræðuna í Færeyjum í tíma hjá nemendum við Háskóla Íslands.Javnaðarflokkurin Þrátt fyrir fjölda refsiaðgerða sem gripið hefur verið til í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, eru nefnilega enn í gildi fiskveiðisamningar milli Færeyja og Rússlands annars vegar, og Rússlands og Noregs hins vegar. Rússnesk skip sigla þannig reglulega í færeyskri lögsögu og leggja að bryggju í færeyskum höfnum. Sjúrður hefur verið uggandi vegna þessa og beindi meðal annars spurningu til stjórnvalda á danska þinginu fyrr á þessu ári, þar sem hann viðraði meðal annars áhyggjur af því að norsk yfirvöld hefðu fundið hernaðarlegan samskiptabúnað í rússnesku skipi sem var að koma beint frá Færeyjum. Búnaðurinn hefði ekki aðeins fundist yfir höfuð, heldur EKKI fundist í Færeyjum. „Norðmenn hafa bannað skip frá Murman Seafood, þar sem þau liggja undir sterkum grun um að vera að gera eitthvað annað en að stunda veiðar,“ segir Sjúrður. „Þessi sömu skip eru á lista yfir þau skip sem hafa leyfi til að veiða í færeyskri lögsögu,“ bendir hann á. Þingmaðurinn segist hafa verið sáttur við þau svör sem hann fékk hjá ráðherra, sem sagði að fylgst hefði verið með ferðum margumrædds skip í eigu Murman, Melkart-2, auk þess sem stjórnvöld hygðust auka eftirlit í Færeyjum. Drónum skotið á loft frá skipum? Bæði Norðmenn og Íslendingar hafa bannað skipum Murman Seafood og Norebo JSC að leggja við höfn og Sjúrður vonast til þess að frumvarp sem lagt hefur verið fram í Færeyjum og veitir stjórnvöldum heimild til að banna ákveðin skip í lögsögunni, verði að lögum á næstu misserum. Evrópusambandið hefur leitað ráða til að berjast gegn skuggaflota Rússa en CNN hafði eftir norskum sérfræðing árið 2023 að mögulega væru yfir 50 njósnaskip að störfum á norrænu hafsvæði. Heildarstærð flotans teldi hundruð skipa. Eitt þeirra er Melkart-5, einnig í eigu Murman Seafood, sem er grunað um að hafa komið að því að sæstrengur milli Noregs og Svalbarða slitnaði í janúar árið 2022. Þá er vitað til þess að skipið hafi ítrekað farið yfir gasleiðslu frá Svalbarða skömmu síðar og siglt nálægt heræfingunni Cold Response í mars sama ár. Spurningar um umfang njósnaflota Rússa verða enn áleitnari í kjölfar atburða vikunnar, þar sem vitað er til þess að hægt er að skjóta drónum á loft frá skipum og menn hafa gert því skóna að drónarnir í Kaupmannahöfn hafi mögulega komið frá Eystrasalti. Eflitlitsdrónar hafa drægni upp á einhver hundruð kílómetra en Shahed árásardrónar Íran og Geran-2 útgáfan sem framleidd er í Rússlandi eru með drægni upp á einhverja 1.700 til 2.500 kílómetra. Þannig ná Geran-2 drónarnir inn á mitt Ísland ef þeim er skotið á loft frá Rússlandi. Það má því rétt ímynda sér áhrifasvæðið ef slíkum drónum yrði komið á loft frá skipum við Færeyjar. Kortið hægra megin er unnið upp úr grafík frá Defence Express.Vísir/Hjalti Sjúrður telur atburði vikunnar tvímælalaust munu hafa áhrif á þankagang Færeyinga hvað varðar öryggismál- og varnarmál almennt og rússnesku skipin sérstaklega. „Já, ég held að þegar fólk sjái þetta gerast í Danmörku, og að verið sé að snúa vélum frá Færeyjum til Noregs vegna dróna sem margir telja koma frá Rússlandi, þá átti það sig á því að þetta er alvarlegt og alls enginn leikur. Og að við verðum að taka það alvarlega að fylgja nágrannaríkjum okkar; Íslandi, Bretlandi og Noregi, þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.“ Hver er Sjúrður Skaale? Sjúrður Skaale fæddist 8. mars 1967 í Þórshöfn í Færeyjum. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt en starfaði lengi sem blaðamaður, meðal annars hjá hjá Dimmalætting, Sosialurinn og Kringvarp Føroya. Þá var hann ráðgjafi færeyskra stjórnvalda á árunum 1999 til 2001. Sjúrður var kjörinn á færeyska Lögþingið árið 2008 og á danska Folketinget árið 2011, þar sem hann hefur setið sem annar þingmaður Færeyja alla tíð síðan. Hann situr í þingnefnd um málefni Norðurslóða og er varamaður í utanríkismálanefnd þingsins. Skaale er einnig grínisti, best þekktur fyrir þættina Pipar & Salt og E elski Førjar. Þá hlaut hann verðlaun Danske Taler fyrir bestu ræðu ársins 2024 í Danmörku, sem hann flutti við þinglok og fjallaði um stríðið milli Ísrael og Hamas. Færeyjar Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Sjávarútvegur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira
Þetta segir Sjúrður Skaale, fulltrúi færeyska Javnaðarflokksins á danska þinginu, í samtali við fréttastofu. Kvöldið umrædda er þriðjudagskvöld, þegar Kastrup-flugvelli var lokað í um fjóra tíma, vegna dróna sem sveimuðu yfir vellinum og létu sig svo hverfa, jafn skjótt og hljóðlega og þeir komu. Vél Sjúrðar var beint til Stavanger í Noregi, þaðan sem ætlunin var að fljúga henni til Álaborgar, en rétt fyrir lendingu þar komu önnur skilaboð; búið var að opna aftur á Kastrup. Þess ber að geta að viðtalið var tekið á miðvikudag, nokkrum klukkustundum áður en drónar sáust við flugvöllinn í Álaborg. Áhyggjufullir og uggandi yfir ráðaleysinu Enn er fátt á hreinu um uppruna drónanna en Sjúrður segir augljóst að fólki sé brugðið. Sjálfur þekkir hann einstakling sem varð vitni að því þegar dróni flaug í átt að Kastrup en stærð hans hafi verið slík að viðkomandi hafi í fyrstu talið að þarna væri um að ræða flugvél í miklu lágflugi. „Þeir flugu afar lágt og enginn veit hvert þeir fóru,“ segir Sjúrður. „Engin veit neitt. Allir eru bara hissa og já, svolítið uggandi að það sé raunverulega mögulegt að fljúga svona stórum drónum inn á völlinn.“ Sjúrður segir það ekki hjálpa að önnur atvik hafi átt sér stað í Osló og Malmö. „Allir gruna Rússa,“ segir þingmaðurinn. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hún geti ekki útilokað að þetta hafi verið Rússar. Þannig að fólk hefur áhyggjur af því, já.“ Yfirvöld hafi biðlað til almennings um myndir og myndskeið af drónunum koma og fara. Aðspurður játar Sjúrður því að atvikin hafi varpað ljósið á ráðaleysi yfirvalda og varnarleysi fólk gagnvart drónunum. „Ég held að margir hafi talið að þeir væru betur varðir en þetta og að kerfin sem væru til staðar væru betri en þau virðast vera; ef þeir geta komið og farið og enginn veit hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru.ׅ Þetta er áhyggjuefni,“ segir hann. „En þetta er nokkuð sem Úkraínumenn hafa búið við síðustu ár,“ bætir hann við. „Það er gerður fjöldi drónaárása á dag í Úkraínu og það er erfitt að vernda fólk gegn svona blönduðum hernaði. Það eru öryggiskerfi til staðar en svo kemur þetta til sögunnar og kerfið er ekki sniðið til að bregðast við því.“ Sjúrður bendir á að Úkraínumenn hafi sjálfir notast við blandaðan hernað með góðum árangri. Til að mynda þegar þeir sendu dróna á loft innan Rússlands sem gjöreyðilögðu rússneskar herþotur. „Það er líka til marks um þessa nýju tegund hernaðar, þar sem þú verð aðeins litlum fjármunu en tekst með útsjónarsemi og góðum upplýsingum að valda skemmdum á rándýrum hernaðartækjum.“ Njósnabúnaður fundist í skipum sem voru að koma frá Færeyjum Sjúrður var staddur hér á landi í síðustu viku með öðrum fulltrúum Javnaðarflokksins og ræddi meðal annars við nemendur Baldurs Þórhallssonar prófessors í áfanga um Smáríkjafræði. Þar var þingmaðurinn meðal annars spurður um rússnesk skip í færeyskum höfnum og var ekki laust við að hann yrði svolítið skömmustulegur á svipinn. Sjúrður ræddi sjálfstæðisumræðuna í Færeyjum í tíma hjá nemendum við Háskóla Íslands.Javnaðarflokkurin Þrátt fyrir fjölda refsiaðgerða sem gripið hefur verið til í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, eru nefnilega enn í gildi fiskveiðisamningar milli Færeyja og Rússlands annars vegar, og Rússlands og Noregs hins vegar. Rússnesk skip sigla þannig reglulega í færeyskri lögsögu og leggja að bryggju í færeyskum höfnum. Sjúrður hefur verið uggandi vegna þessa og beindi meðal annars spurningu til stjórnvalda á danska þinginu fyrr á þessu ári, þar sem hann viðraði meðal annars áhyggjur af því að norsk yfirvöld hefðu fundið hernaðarlegan samskiptabúnað í rússnesku skipi sem var að koma beint frá Færeyjum. Búnaðurinn hefði ekki aðeins fundist yfir höfuð, heldur EKKI fundist í Færeyjum. „Norðmenn hafa bannað skip frá Murman Seafood, þar sem þau liggja undir sterkum grun um að vera að gera eitthvað annað en að stunda veiðar,“ segir Sjúrður. „Þessi sömu skip eru á lista yfir þau skip sem hafa leyfi til að veiða í færeyskri lögsögu,“ bendir hann á. Þingmaðurinn segist hafa verið sáttur við þau svör sem hann fékk hjá ráðherra, sem sagði að fylgst hefði verið með ferðum margumrædds skip í eigu Murman, Melkart-2, auk þess sem stjórnvöld hygðust auka eftirlit í Færeyjum. Drónum skotið á loft frá skipum? Bæði Norðmenn og Íslendingar hafa bannað skipum Murman Seafood og Norebo JSC að leggja við höfn og Sjúrður vonast til þess að frumvarp sem lagt hefur verið fram í Færeyjum og veitir stjórnvöldum heimild til að banna ákveðin skip í lögsögunni, verði að lögum á næstu misserum. Evrópusambandið hefur leitað ráða til að berjast gegn skuggaflota Rússa en CNN hafði eftir norskum sérfræðing árið 2023 að mögulega væru yfir 50 njósnaskip að störfum á norrænu hafsvæði. Heildarstærð flotans teldi hundruð skipa. Eitt þeirra er Melkart-5, einnig í eigu Murman Seafood, sem er grunað um að hafa komið að því að sæstrengur milli Noregs og Svalbarða slitnaði í janúar árið 2022. Þá er vitað til þess að skipið hafi ítrekað farið yfir gasleiðslu frá Svalbarða skömmu síðar og siglt nálægt heræfingunni Cold Response í mars sama ár. Spurningar um umfang njósnaflota Rússa verða enn áleitnari í kjölfar atburða vikunnar, þar sem vitað er til þess að hægt er að skjóta drónum á loft frá skipum og menn hafa gert því skóna að drónarnir í Kaupmannahöfn hafi mögulega komið frá Eystrasalti. Eflitlitsdrónar hafa drægni upp á einhver hundruð kílómetra en Shahed árásardrónar Íran og Geran-2 útgáfan sem framleidd er í Rússlandi eru með drægni upp á einhverja 1.700 til 2.500 kílómetra. Þannig ná Geran-2 drónarnir inn á mitt Ísland ef þeim er skotið á loft frá Rússlandi. Það má því rétt ímynda sér áhrifasvæðið ef slíkum drónum yrði komið á loft frá skipum við Færeyjar. Kortið hægra megin er unnið upp úr grafík frá Defence Express.Vísir/Hjalti Sjúrður telur atburði vikunnar tvímælalaust munu hafa áhrif á þankagang Færeyinga hvað varðar öryggismál- og varnarmál almennt og rússnesku skipin sérstaklega. „Já, ég held að þegar fólk sjái þetta gerast í Danmörku, og að verið sé að snúa vélum frá Færeyjum til Noregs vegna dróna sem margir telja koma frá Rússlandi, þá átti það sig á því að þetta er alvarlegt og alls enginn leikur. Og að við verðum að taka það alvarlega að fylgja nágrannaríkjum okkar; Íslandi, Bretlandi og Noregi, þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.“ Hver er Sjúrður Skaale? Sjúrður Skaale fæddist 8. mars 1967 í Þórshöfn í Færeyjum. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt en starfaði lengi sem blaðamaður, meðal annars hjá hjá Dimmalætting, Sosialurinn og Kringvarp Føroya. Þá var hann ráðgjafi færeyskra stjórnvalda á árunum 1999 til 2001. Sjúrður var kjörinn á færeyska Lögþingið árið 2008 og á danska Folketinget árið 2011, þar sem hann hefur setið sem annar þingmaður Færeyja alla tíð síðan. Hann situr í þingnefnd um málefni Norðurslóða og er varamaður í utanríkismálanefnd þingsins. Skaale er einnig grínisti, best þekktur fyrir þættina Pipar & Salt og E elski Førjar. Þá hlaut hann verðlaun Danske Taler fyrir bestu ræðu ársins 2024 í Danmörku, sem hann flutti við þinglok og fjallaði um stríðið milli Ísrael og Hamas.
Hver er Sjúrður Skaale? Sjúrður Skaale fæddist 8. mars 1967 í Þórshöfn í Færeyjum. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt en starfaði lengi sem blaðamaður, meðal annars hjá hjá Dimmalætting, Sosialurinn og Kringvarp Føroya. Þá var hann ráðgjafi færeyskra stjórnvalda á árunum 1999 til 2001. Sjúrður var kjörinn á færeyska Lögþingið árið 2008 og á danska Folketinget árið 2011, þar sem hann hefur setið sem annar þingmaður Færeyja alla tíð síðan. Hann situr í þingnefnd um málefni Norðurslóða og er varamaður í utanríkismálanefnd þingsins. Skaale er einnig grínisti, best þekktur fyrir þættina Pipar & Salt og E elski Førjar. Þá hlaut hann verðlaun Danske Taler fyrir bestu ræðu ársins 2024 í Danmörku, sem hann flutti við þinglok og fjallaði um stríðið milli Ísrael og Hamas.
Færeyjar Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Sjávarútvegur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Sjá meira