Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir, Elí Hörpu og Önundar, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Helga Ögmundardóttir, Íris Ellenberger, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifa 25. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögunum út skýrslu rannsóknanefndar þar sem fram kemur að Ísrael fremji meðvitað og markvisst þjóðarmorð á Gaza. Áður höfðu Amnesty International, Human Rights Watch (HRW) og fleiri mannréttindasamtök komist að sömu niðurstöðu. Í þessu felast til að mynda markvissar árásir á börn, kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og víðtækar árásir á mennta- og menningarstofnanir. Þá tekur nefndin fram að Ísraelar sýni engan vilja til að hætta þjóðarmorðinu þrátt fyrir alþjóðlegar beiðnir þar um. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð, sem Ísland hefur samþykkt, er jákvæð skylda aðildarríkja að beita öllum tiltækum úrræðum sem þau hafa yfir að ráða til að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þessi skylda verði virk um leið og ríki veit, eða ætti að vita, af alvarlegri hættu á þjóðarmorði. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki brugðist við af festu eins og þeim ber skylda til. Rauði krossinn á Íslandi hefur sent út neyðarkall, eins konar lokaviðvörun til stjórnvalda að bregðast við ástandinu, og segir tímann á þrotum. Ljóst er að Íslendingar, þar með talið íslenskar menntastofnanir geta ekki látið hjá líða að bregðast við þessu með afgerandi hætti. Eins og segir í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna gerir þögn eða skeytingaleysi um þjóðarmorðið okkur öll samsek. Í þessu ljósi teljum hvern þann dag sem líður án þess að Háskóli Íslands taki virka afstöðu með aðgerðum gegn þjóðarmorðinu vera óásættanlegan. Akademísk sniðganga er hluti af siðferðislegri ábyrgð fræðasamfélagsins að bregðast við óréttlæti, standa gegn samsekt og að beita áhrifum sínum í þágu mannréttinda, frelsis og réttlætis. Sniðganga er friðsamlegt mótvægi við aðgerðir sem brjóta gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum og í raun lágmarksviðleitni til að bregðast við yfirstandandi þjóðarmorði. Í rektorsframboði sínu talaði núverandi rektor, Silja Bára Ómarsdóttir, skýrt um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn þjóðar- og menntamorði sem Ísrael fremur í Palestínu. Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að Silja Bára tók við embætti, hefur háskólinn ekkert aðhafst varðandi málefni Palestínu, fyrir utan óljós áform um upphaf samráðsferlis varðandi hvað gæti falist í sniðgöngu. Við fögnum frumkvæði rektorsskrifstofu í átt að auknu lýðræði í ákvarðanatöku sem varða stefnu Háskólans, en teljum þó að aðgerðir gegn þjóðarmorði sem hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár séu ekki æskilegur vettvangur fyrir slíkar tilraunir. Í ljósi ofangreindra yfirlýsinga Sameinuðu Þjóðanna og Rauða krossins er það skylda stjórnar Háskóla Íslands að bregðast við með viðeigandi aðgerðum strax og er ein sú mikilvægasta að beita allar ísraelskar fræða- og ríkisstofnanir sniðgöngu. Ekki er um breytingu á starfsháttum Háskólans að ræða þar sem háskólaráð ákvað nýlega að slíta tengslum við allar rússneskar menntastofnanir af sambærilegum ástæðum, en sú ákvörðun krafðist ekki eins víðtæks samráðsferlis og nú er í bígerð. Háskólaráð hefur bæði valdheimild og skyldu til að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Við hvetjum stjórnendur HÍ að sýna hugrekki og taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og með alþjóðakerfinu með tafarlausum aðgerðum. Fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu, Auður Magndís Auðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ Elí Hörpu og Önundar, meistaranemi á Menntavísindasviði HÍ Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Helga Ögmundardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ Íris Ellenberger, prófessor við Menntavísindasvið HÍ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi við Hugvísindasvið HÍ –––––––––––––––––––––––– Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael Kynningarfundur um sniðgöngu verður haldinn þann 8. Október kl. 12-13 á háskólasvæðinu (nánari upplýsingar verða tilkynntar von bráðar). Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögunum út skýrslu rannsóknanefndar þar sem fram kemur að Ísrael fremji meðvitað og markvisst þjóðarmorð á Gaza. Áður höfðu Amnesty International, Human Rights Watch (HRW) og fleiri mannréttindasamtök komist að sömu niðurstöðu. Í þessu felast til að mynda markvissar árásir á börn, kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og víðtækar árásir á mennta- og menningarstofnanir. Þá tekur nefndin fram að Ísraelar sýni engan vilja til að hætta þjóðarmorðinu þrátt fyrir alþjóðlegar beiðnir þar um. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð, sem Ísland hefur samþykkt, er jákvæð skylda aðildarríkja að beita öllum tiltækum úrræðum sem þau hafa yfir að ráða til að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þessi skylda verði virk um leið og ríki veit, eða ætti að vita, af alvarlegri hættu á þjóðarmorði. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki brugðist við af festu eins og þeim ber skylda til. Rauði krossinn á Íslandi hefur sent út neyðarkall, eins konar lokaviðvörun til stjórnvalda að bregðast við ástandinu, og segir tímann á þrotum. Ljóst er að Íslendingar, þar með talið íslenskar menntastofnanir geta ekki látið hjá líða að bregðast við þessu með afgerandi hætti. Eins og segir í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna gerir þögn eða skeytingaleysi um þjóðarmorðið okkur öll samsek. Í þessu ljósi teljum hvern þann dag sem líður án þess að Háskóli Íslands taki virka afstöðu með aðgerðum gegn þjóðarmorðinu vera óásættanlegan. Akademísk sniðganga er hluti af siðferðislegri ábyrgð fræðasamfélagsins að bregðast við óréttlæti, standa gegn samsekt og að beita áhrifum sínum í þágu mannréttinda, frelsis og réttlætis. Sniðganga er friðsamlegt mótvægi við aðgerðir sem brjóta gegn alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum og í raun lágmarksviðleitni til að bregðast við yfirstandandi þjóðarmorði. Í rektorsframboði sínu talaði núverandi rektor, Silja Bára Ómarsdóttir, skýrt um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn þjóðar- og menntamorði sem Ísrael fremur í Palestínu. Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að Silja Bára tók við embætti, hefur háskólinn ekkert aðhafst varðandi málefni Palestínu, fyrir utan óljós áform um upphaf samráðsferlis varðandi hvað gæti falist í sniðgöngu. Við fögnum frumkvæði rektorsskrifstofu í átt að auknu lýðræði í ákvarðanatöku sem varða stefnu Háskólans, en teljum þó að aðgerðir gegn þjóðarmorði sem hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár séu ekki æskilegur vettvangur fyrir slíkar tilraunir. Í ljósi ofangreindra yfirlýsinga Sameinuðu Þjóðanna og Rauða krossins er það skylda stjórnar Háskóla Íslands að bregðast við með viðeigandi aðgerðum strax og er ein sú mikilvægasta að beita allar ísraelskar fræða- og ríkisstofnanir sniðgöngu. Ekki er um breytingu á starfsháttum Háskólans að ræða þar sem háskólaráð ákvað nýlega að slíta tengslum við allar rússneskar menntastofnanir af sambærilegum ástæðum, en sú ákvörðun krafðist ekki eins víðtæks samráðsferlis og nú er í bígerð. Háskólaráð hefur bæði valdheimild og skyldu til að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Við hvetjum stjórnendur HÍ að sýna hugrekki og taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og með alþjóðakerfinu með tafarlausum aðgerðum. Fyrir hönd Háskólafólks fyrir Palestínu, Auður Magndís Auðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ Elí Hörpu og Önundar, meistaranemi á Menntavísindasviði HÍ Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Helga Ögmundardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ Íris Ellenberger, prófessor við Menntavísindasvið HÍ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi við Hugvísindasvið HÍ –––––––––––––––––––––––– Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael Kynningarfundur um sniðgöngu verður haldinn þann 8. Október kl. 12-13 á háskólasvæðinu (nánari upplýsingar verða tilkynntar von bráðar). Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar