Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 12:54 Gífurlegur viðbúnaður er á vettvangi. AP/Jamie Stengle Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01
Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02