Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 11:31 Donald og Melanía Trump í rúllustiganum „bilaða“. AP/Stefan Jeremiah Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. „Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
„Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira