Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 16:05 Skólameistarar lýsa yfir alvarlegum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga. Vísir/Vilhelm Skólameistarar framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið af stjórnvöldum um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta stutt breytingarnar í núverandi mynd. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Boðaði ráðherra að næstu vikur myndi hann eiga í víðtæku samráði við skólastjórnendur og ferðast um landið og heimsækja skólana. Muni veikja skólasamfélögin Skólameistarar setja fram fjóra punkta í yfirlýsingu sinni um málið. Þar vísa þeir fyrst til sjálfstæði og fagmennsku og segja að framhaldsskólakerfið hafi byggst á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Sjálfstæði skólanna og fagleg forysta skólameistara hafi reynst öflug forsenda árangurs. „Að færa fjármála- og mannauðsvaldið frá skólunum er að okkar mati ógn við þetta sjálfstæði og þar með gæði skólastarfs.“ Þá vísa skólameistararnir til áhrifa á nemendur og starfsfólk. Þeir segja breytingarnar fyrst og fremst miða að vþí að draga úr faglegu starfi og sjálfstæði skólanna, en ekki að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélögin, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.“ Tillögurnar hafi verið kynntar án samráðs Þá óska skólameistararnir þess að stjórnvöld eigi í samráði við skólastjórnendur um málið. Óásættanlegt sé að svo róttækar kerfisbreytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. „Aðferðafræðin hefur einkennst af skorti á gagnsæi og efnislegum rökum. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið sjáum við ekki að þessi leið sé til þess fallin að bæta gæði náms eða skólastarfsins í heild. Mikilvægt er að vönduð gögn liggi til grundvallar svona ákvörðun en engin gögn hafa verið birt skólameisturum.“ Þá vísa skólameistararnir til kostnaðar og forgangsröðunar. Þeir segja að ekki verði annað séð en að þær hugmyndir um stofnun nýrra stjórnsýslueininga sem nú liggi fyrir virðist bæði dýrar og illa rökstuddar. „Í stað þess að byggja upp nýtt skrifræðislíkan ætti að efla núverandi skólastarf, tryggja fullfjármögnun og bæta þjónustu með markvissum hætti.“ Þeir segja skólameistara ávallt reiðubúna til málefnanlegs samtals um umbætur í framhaldsskólakerfinu. Markmið þeirra sé að þróa kerfið áfram í þágu nemenda og starfsfólks skólanna, með því að byggja á fagmennsku og reynslu þeirra sem starfi innan skólanna. „Við getum ekki stutt fyrirhugaðar breytingar í núverandi mynd. Við hvetjum stjórnvöld til að endurskoða áformin og hefja raunverulegt samráð áður en ákvarðanir um svo veigamikla kerfisbreytingu eru teknar.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Boðaði ráðherra að næstu vikur myndi hann eiga í víðtæku samráði við skólastjórnendur og ferðast um landið og heimsækja skólana. Muni veikja skólasamfélögin Skólameistarar setja fram fjóra punkta í yfirlýsingu sinni um málið. Þar vísa þeir fyrst til sjálfstæði og fagmennsku og segja að framhaldsskólakerfið hafi byggst á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Sjálfstæði skólanna og fagleg forysta skólameistara hafi reynst öflug forsenda árangurs. „Að færa fjármála- og mannauðsvaldið frá skólunum er að okkar mati ógn við þetta sjálfstæði og þar með gæði skólastarfs.“ Þá vísa skólameistararnir til áhrifa á nemendur og starfsfólk. Þeir segja breytingarnar fyrst og fremst miða að vþí að draga úr faglegu starfi og sjálfstæði skólanna, en ekki að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélögin, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.“ Tillögurnar hafi verið kynntar án samráðs Þá óska skólameistararnir þess að stjórnvöld eigi í samráði við skólastjórnendur um málið. Óásættanlegt sé að svo róttækar kerfisbreytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. „Aðferðafræðin hefur einkennst af skorti á gagnsæi og efnislegum rökum. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið sjáum við ekki að þessi leið sé til þess fallin að bæta gæði náms eða skólastarfsins í heild. Mikilvægt er að vönduð gögn liggi til grundvallar svona ákvörðun en engin gögn hafa verið birt skólameisturum.“ Þá vísa skólameistararnir til kostnaðar og forgangsröðunar. Þeir segja að ekki verði annað séð en að þær hugmyndir um stofnun nýrra stjórnsýslueininga sem nú liggi fyrir virðist bæði dýrar og illa rökstuddar. „Í stað þess að byggja upp nýtt skrifræðislíkan ætti að efla núverandi skólastarf, tryggja fullfjármögnun og bæta þjónustu með markvissum hætti.“ Þeir segja skólameistara ávallt reiðubúna til málefnanlegs samtals um umbætur í framhaldsskólakerfinu. Markmið þeirra sé að þróa kerfið áfram í þágu nemenda og starfsfólks skólanna, með því að byggja á fagmennsku og reynslu þeirra sem starfi innan skólanna. „Við getum ekki stutt fyrirhugaðar breytingar í núverandi mynd. Við hvetjum stjórnvöld til að endurskoða áformin og hefja raunverulegt samráð áður en ákvarðanir um svo veigamikla kerfisbreytingu eru teknar.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira