Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 10:00 Framtíðarleikmenn stórvelda? Mohamed Dabone (t.v.) er enn 13 ára en búinn að spila æfingaleik með Barcelona. Moussa Balla Traoré (t.h.) er 11 ára og kominn í U14-lið Real Madrid. Samsett/Getty/Real Madrid Á meðan að erkifjendurnir í Barcelona undirbúa að koma hinum 13 ára gamla og 210 sentímetra Mohamed Dabone inn í sitt lið hefur Real Madrid nú fengið 11 ára strák sem virðist ekki heldur nein smásmíði. Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall. Spænski körfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira